Lærir að meta litlu hlutina og að nýta hvern einasta dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 10:00 Ragnar Snær og Fanney með börnunum sínum. mynd/stöð 2 Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni