Starfsfólk PSG þurfti að halda Neymar frá því að ráðast inn til dómaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2019 11:00 Damir Skomina benti á punktinn eftir að skoða VAR. vísir/getty Paris Saint-Germain tapaði fyrir Manchester United á miðvikudagskvöldið í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, 3-1, eftir að vinna fyrri leikinn sannfærandi, 2-0, á heimavelli. Sigurinn var dramatískur í meira lagi en Damir Skomina, slóvenskur dómari leiksins, dæmdi VAR-víti í uppbótartíma sem að Marcus Rashford skoraði úr en það mark skaut United í átta liða úrslitin á kostnað PSG. Brasilíumaðurinn Neymar gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann stóð bálreiður á hliðarlínunni síðustu mínúturnar og var ekki skemmt þegar að Skomina benti á vítapunktinn.Franskir fjölmiðlar greina frá því að Neymar hafi gjörsamlega bilast í leikslok og reynt að komast að dómurunum en hann gat ekki sætt sig við úrslitin og að hans mati óréttlætið í dómgæslunni. Franska útvarpsstöðin RMC segir frá því að inn í leikmannagöngunum eftir leik hafi starfsfólk PSG hreinlega þurft að halda Neymar aftur svo hann myndi ekki æða inn í búningsherbergi dómaranna á Prinsavöllum í París. Í sömu frétt segir að Nasser al-Khelaifi, forseti PSG, hafi ekki verið neitt mikið glaðari og tekið reiði sína út á hurð einni í göngunum. Neymar lét dómarana heyra það á Instagram eftir leik og sagði þeim að fara til fjandans en Brasilíumaðurinn gæti átt yfir höfði sér nokkurra leikja Evrópuleikjabann fyrir framkomu sína. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. 7. mars 2019 12:00 Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. 7. mars 2019 11:30 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Paris Saint-Germain tapaði fyrir Manchester United á miðvikudagskvöldið í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, 3-1, eftir að vinna fyrri leikinn sannfærandi, 2-0, á heimavelli. Sigurinn var dramatískur í meira lagi en Damir Skomina, slóvenskur dómari leiksins, dæmdi VAR-víti í uppbótartíma sem að Marcus Rashford skoraði úr en það mark skaut United í átta liða úrslitin á kostnað PSG. Brasilíumaðurinn Neymar gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann stóð bálreiður á hliðarlínunni síðustu mínúturnar og var ekki skemmt þegar að Skomina benti á vítapunktinn.Franskir fjölmiðlar greina frá því að Neymar hafi gjörsamlega bilast í leikslok og reynt að komast að dómurunum en hann gat ekki sætt sig við úrslitin og að hans mati óréttlætið í dómgæslunni. Franska útvarpsstöðin RMC segir frá því að inn í leikmannagöngunum eftir leik hafi starfsfólk PSG hreinlega þurft að halda Neymar aftur svo hann myndi ekki æða inn í búningsherbergi dómaranna á Prinsavöllum í París. Í sömu frétt segir að Nasser al-Khelaifi, forseti PSG, hafi ekki verið neitt mikið glaðari og tekið reiði sína út á hurð einni í göngunum. Neymar lét dómarana heyra það á Instagram eftir leik og sagði þeim að fara til fjandans en Brasilíumaðurinn gæti átt yfir höfði sér nokkurra leikja Evrópuleikjabann fyrir framkomu sína.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. 7. mars 2019 12:00 Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. 7. mars 2019 11:30 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. 7. mars 2019 12:00
Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. 7. mars 2019 11:30
Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00
Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30