Fagnaði í 10 til 15 sekúndur en áttaði sig síðan á því hverju hann hafði lofað á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:30 Ole Gunnar Solskjær fagnar í París. Getty/Chris Brunskill Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Sjá meira
Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Sjá meira