Drekinn kominn aftur til jarðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 13:43 Crew Dragon leggur hér af stað frá geimstöðinni. AP/NASA Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim er lent á jörðinni aftur eftir fyrsta tilraunaflug farsins. Geimfarinu, sem kallast Crew Dragon, var skotið á loft frá Flórída á laugardagsmorgun og var því flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem það hefur verið undanfarna daga. Miðað við fyrstu viðbrögð starfsmanna Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, virðist sem allt hafi farið vel við lendinguna. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon. Farið var því ekki mannað að öðru leyti en að þar um borð er gína sem kallast Ripley, í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Ripley er búin fjölmörgum skynjurum sem nota á til að kanna mögulegt álag á geimfara við ferðir með Crew Dragon. Um borð var einnig lítil tuskubrúða í lagi jarðarinnar sem kallast Litla jörð.Earth will learn a lot during his busy week on @Space_Station - today he kept me company while we checked our suit sizing to account for space growth (I am 2 inches taller than when I launched!), then we did some translation adaptation. pic.twitter.com/A89tJauyQu — Anne McClain (@AstroAnnimal) March 4, 2019 SpaceX hefur gert samning við NASA um mannaðar geimferðir. Bandaríkjamenn hafa ekki geta skotið mönnum út í geim frá því að þeir lögðu síðustu geimskutlunni árið 2011 og hafa síðan þurft að reiða sig á Rússa um ferðir til og frá geimstöðinni. Vonast er til þess að SpaceX geti skotið geimförum út í geim seinna á þessu ári. Crew Dragon geimfarið lenti í Atlantshafinu nú fyrir skömmu þar sem björgunaraðilar á skipum biðu eftir því.Streaking through Earth's skies, here is @SpaceX's #CrewDragon seen during reentry. The 'Go Searcher' recovery ship is staged in the Atlantic Ocean awaiting #CrewDragon's splashdown at about 8:45am ET. Watch live: https://t.co/mzKW5uDsTipic.twitter.com/tkoxMOnQhM — NASA (@NASA) March 8, 2019Good splashdown of Dragon confirmed! pic.twitter.com/WK1nsNnOF5— SpaceX (@SpaceX) March 8, 2019 Geimurinn SpaceX Tækni Tengdar fréttir Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim er lent á jörðinni aftur eftir fyrsta tilraunaflug farsins. Geimfarinu, sem kallast Crew Dragon, var skotið á loft frá Flórída á laugardagsmorgun og var því flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem það hefur verið undanfarna daga. Miðað við fyrstu viðbrögð starfsmanna Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, virðist sem allt hafi farið vel við lendinguna. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon. Farið var því ekki mannað að öðru leyti en að þar um borð er gína sem kallast Ripley, í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Ripley er búin fjölmörgum skynjurum sem nota á til að kanna mögulegt álag á geimfara við ferðir með Crew Dragon. Um borð var einnig lítil tuskubrúða í lagi jarðarinnar sem kallast Litla jörð.Earth will learn a lot during his busy week on @Space_Station - today he kept me company while we checked our suit sizing to account for space growth (I am 2 inches taller than when I launched!), then we did some translation adaptation. pic.twitter.com/A89tJauyQu — Anne McClain (@AstroAnnimal) March 4, 2019 SpaceX hefur gert samning við NASA um mannaðar geimferðir. Bandaríkjamenn hafa ekki geta skotið mönnum út í geim frá því að þeir lögðu síðustu geimskutlunni árið 2011 og hafa síðan þurft að reiða sig á Rússa um ferðir til og frá geimstöðinni. Vonast er til þess að SpaceX geti skotið geimförum út í geim seinna á þessu ári. Crew Dragon geimfarið lenti í Atlantshafinu nú fyrir skömmu þar sem björgunaraðilar á skipum biðu eftir því.Streaking through Earth's skies, here is @SpaceX's #CrewDragon seen during reentry. The 'Go Searcher' recovery ship is staged in the Atlantic Ocean awaiting #CrewDragon's splashdown at about 8:45am ET. Watch live: https://t.co/mzKW5uDsTipic.twitter.com/tkoxMOnQhM — NASA (@NASA) March 8, 2019Good splashdown of Dragon confirmed! pic.twitter.com/WK1nsNnOF5— SpaceX (@SpaceX) March 8, 2019
Geimurinn SpaceX Tækni Tengdar fréttir Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55
SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15
Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32