Neymar grét í tvo daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 14:30 Neymar. Getty/Dave Winter Brasilíumaðurinn Neymar er aðeins áhorfandi á leikjum franska liðsins Paris Saint Germain þessa dagana eftir að hafa brotið bein í fæti í lok janúar. Neymar missir meðal annars af báðum leikjunum á móti Manchester United í Meistaradeildinni en fær samt væntanlega tækifæri til að spila fleiri leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili þökk sé góðri frammistöðu Parísarliðsins án hans á Old Trafford. Neymar segist hafa grátið í tvo daga eftir að hann meiddi sig í bikarleik á móti Strasbourg. Hann braut þar framristarbein. Neymar varð fyrir sömu meiðslum í febrúar á síðasta ári en hann var þá í kapphlaupi að ná sér góðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Það tókst en því frammistaða hans á því móti snérist þó meira um leikaraskap og væl en góðan fótbolta. Neymar segir að þetta áfall sé „flóknara“ eins og hann kemst að orði. „Í þetta skiptið var mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta.,“ sagði Neymar í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo.Neymar says he cried for two days after breaking a bone in his foot in late January. More: https://t.co/W14LZpWtMApic.twitter.com/8OVVOVOrmV — BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2019„Ég eyddi tveimur dögum heima grátandi,“ sagði Neymar en þetta voru allt önnur viðbrögð en fyrir ári síðan. „Þegar ég meiddi mig í fyrra þá sagði ég: Ég fer í aðgerðina og læta laga þetta eins fljótt og hægt er. Ég var ekki leiður þá,“ sagði Neymar. Neymar var frá í þrjá mánuði eftir meiðslin í fyrravetur en náði HM þar sem hann skoraði tvö mörk á leið Brasilíumanna í átta liða úrslitin. Að þessu sinni fór Neymar ekki í aðgerð. Læknalið PSG ákvað að reyna frekar hófsama meðferð í stað þess að láta hann gangast undir aðra aðgerð. Neymar á að vera frá í tíu vikur eða fram í apríl. Hann mun því líka missa af seinni leiknum á móti Manchester United í Meistaradeildinni sem fer fram á Parc des Princes 6. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er aðeins áhorfandi á leikjum franska liðsins Paris Saint Germain þessa dagana eftir að hafa brotið bein í fæti í lok janúar. Neymar missir meðal annars af báðum leikjunum á móti Manchester United í Meistaradeildinni en fær samt væntanlega tækifæri til að spila fleiri leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili þökk sé góðri frammistöðu Parísarliðsins án hans á Old Trafford. Neymar segist hafa grátið í tvo daga eftir að hann meiddi sig í bikarleik á móti Strasbourg. Hann braut þar framristarbein. Neymar varð fyrir sömu meiðslum í febrúar á síðasta ári en hann var þá í kapphlaupi að ná sér góðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Það tókst en því frammistaða hans á því móti snérist þó meira um leikaraskap og væl en góðan fótbolta. Neymar segir að þetta áfall sé „flóknara“ eins og hann kemst að orði. „Í þetta skiptið var mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta.,“ sagði Neymar í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo.Neymar says he cried for two days after breaking a bone in his foot in late January. More: https://t.co/W14LZpWtMApic.twitter.com/8OVVOVOrmV — BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2019„Ég eyddi tveimur dögum heima grátandi,“ sagði Neymar en þetta voru allt önnur viðbrögð en fyrir ári síðan. „Þegar ég meiddi mig í fyrra þá sagði ég: Ég fer í aðgerðina og læta laga þetta eins fljótt og hægt er. Ég var ekki leiður þá,“ sagði Neymar. Neymar var frá í þrjá mánuði eftir meiðslin í fyrravetur en náði HM þar sem hann skoraði tvö mörk á leið Brasilíumanna í átta liða úrslitin. Að þessu sinni fór Neymar ekki í aðgerð. Læknalið PSG ákvað að reyna frekar hófsama meðferð í stað þess að láta hann gangast undir aðra aðgerð. Neymar á að vera frá í tíu vikur eða fram í apríl. Hann mun því líka missa af seinni leiknum á móti Manchester United í Meistaradeildinni sem fer fram á Parc des Princes 6. mars næstkomandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn