Samþykktu að leiðin um Teigsskóg verði auglýst Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2019 13:30 Teigsskógarleiðin, nefnd Þ-H leið í gögnum Vegagerðarinnar, gerir ráð fyrir að veglínan liggi þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og að Þorskafjörður verði jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði. Teikning/Vegagerðin. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi í gær, með tveimur atkvæðum gegn engu, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps, sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur milli Bjarkalundar og Skálaness verði lagður um Teigsskóg. Þetta er í samræmi við ákvörðun hreppsnefndarinnar í síðasta mánuði um að velja Teigsskógarleiðina, sem samþykkt var með þremur atkvæðum gegn tveimur. Athygli vakti á fundinum í gær að þrír fulltrúar sátu hjá; Ingimar Ingimarsson oddviti, Karl Kristjánsson og Ágústa Ýr Sveinsdóttir, en þau lögðu fram svohljóðandi bókun: „Undirrituð telja að R-leið Multiconsult sé heppilegust fyrir samfélagið á Reykhólum og Reykhólahrepp. Það sýnir valkostagreining Viaplan svo ekki verður um villst. En þar sem leið Þ-H var ákveðin af meirihluta sveitarstjórnar 22. janúar s.l. munum við ekki standa í vegi fyrir frekari afgreiðslu málsins. Því sitjum við hjá.“Hér má sjá leiðirnar tvær sem tekist var á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Grafík/Hlynur Magnússon.Tillagan um að auglýsa Teigsskógarleiðina var samþykkt á aukafundinum í gær með atkvæðum tveggja varahreppsnefndarfulltrúa; Árnýjar Huldar Haraldsdóttur og Rebekku Eiríksdóttur, sem sátu fundinn í forföllum Jóhönnu Aspar Einarsdóttur og Emblu Daggar B. Jóhannsdóttur. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi í gær, með tveimur atkvæðum gegn engu, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps, sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur milli Bjarkalundar og Skálaness verði lagður um Teigsskóg. Þetta er í samræmi við ákvörðun hreppsnefndarinnar í síðasta mánuði um að velja Teigsskógarleiðina, sem samþykkt var með þremur atkvæðum gegn tveimur. Athygli vakti á fundinum í gær að þrír fulltrúar sátu hjá; Ingimar Ingimarsson oddviti, Karl Kristjánsson og Ágústa Ýr Sveinsdóttir, en þau lögðu fram svohljóðandi bókun: „Undirrituð telja að R-leið Multiconsult sé heppilegust fyrir samfélagið á Reykhólum og Reykhólahrepp. Það sýnir valkostagreining Viaplan svo ekki verður um villst. En þar sem leið Þ-H var ákveðin af meirihluta sveitarstjórnar 22. janúar s.l. munum við ekki standa í vegi fyrir frekari afgreiðslu málsins. Því sitjum við hjá.“Hér má sjá leiðirnar tvær sem tekist var á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Grafík/Hlynur Magnússon.Tillagan um að auglýsa Teigsskógarleiðina var samþykkt á aukafundinum í gær með atkvæðum tveggja varahreppsnefndarfulltrúa; Árnýjar Huldar Haraldsdóttur og Rebekku Eiríksdóttur, sem sátu fundinn í forföllum Jóhönnu Aspar Einarsdóttur og Emblu Daggar B. Jóhannsdóttur.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45
Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 22. janúar 2019 15:00
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15