Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 14:02 Weinstein og Paltrow sjást hér fyrir miðri mynd. Myndin er tekin á óskarsverðlaunahátíðinni árið 1999 þegar kvikmyndin Shakespeare in Love vann til fjölda verðlauna. Vísir/Getty Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26
Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22
Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58