Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 10:06 Jóns Baldvin Hannibalsson. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur kært „slúðurbera í fjölmiðlum“ fyrir „tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði“. Þetta kemur fram í neðanmálsgrein við aðsenda grein eftir hann sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. Í janúar var sett á laggirnar bloggsíða með yfir 20 nafnlausum sögum kvenna af meintu kynferðisofbeldi Jóns Baldvins. Sögurnar eru fengnar úr sérstökum #MeToo-hóp um Jón Baldvin á Facebook. Ætla má að áðurnefndir „slúðurberar“ sem Jón Baldvin hefur kært séu úr hópi þessara kvenna. Í grein sinni segist Jón Baldvin hafa eytt kvöldstund í að renna yfir sögurnar um sig í hópnum, sem hann kallar „stuðningshóp“ dóttur sinnar, Aldísar Schram. Sögurnar hafi hann skoðað vegna væntanlegra málaferla. Þá segir Jón Baldvin í greininni að Aldís sé höfundur kvikmyndahandrits sem hann fékk í hendurnar árið 2006. Söguþráður handritsins, sem fjallaði um „hrokafullan valdamann sem misbeitti valdi sínu til að níðast á saklausum fórnarlömbum“, sé sá sami og í sögum #MeToo-kvennanna. „Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni?“ spyr Jón Baldvin. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur kært „slúðurbera í fjölmiðlum“ fyrir „tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði“. Þetta kemur fram í neðanmálsgrein við aðsenda grein eftir hann sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. Í janúar var sett á laggirnar bloggsíða með yfir 20 nafnlausum sögum kvenna af meintu kynferðisofbeldi Jóns Baldvins. Sögurnar eru fengnar úr sérstökum #MeToo-hóp um Jón Baldvin á Facebook. Ætla má að áðurnefndir „slúðurberar“ sem Jón Baldvin hefur kært séu úr hópi þessara kvenna. Í grein sinni segist Jón Baldvin hafa eytt kvöldstund í að renna yfir sögurnar um sig í hópnum, sem hann kallar „stuðningshóp“ dóttur sinnar, Aldísar Schram. Sögurnar hafi hann skoðað vegna væntanlegra málaferla. Þá segir Jón Baldvin í greininni að Aldís sé höfundur kvikmyndahandrits sem hann fékk í hendurnar árið 2006. Söguþráður handritsins, sem fjallaði um „hrokafullan valdamann sem misbeitti valdi sínu til að níðast á saklausum fórnarlömbum“, sé sá sami og í sögum #MeToo-kvennanna. „Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni?“ spyr Jón Baldvin.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52