Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 13:43 Tvær milljónir erlendra ferðamanna komu til Íslands í fyrra. Vísir/Vilhelm Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. Sagt var frá þessu uppátæki Færeyinga í morgun sem ætla að loka landinu fyrir ferðamönnum þessa einu helgi á meðan unnið verður að úrbætum á vinsælustu ferðamannastöðum eyjanna. Hafa Færeyingar hins vegar boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum að koma til Færeyja og hjálpa til við lagfæringarnar gegn gistingu.Breska dagblaðið The Guardian sagði frá þessu átaki Færeyinga en þar kom fram að frændur okkar í Atlantshafi vildu ekki lenda í sama vandamáli og Íslendingar þegar kemur að ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um tíu prósent árlega síðastliðin fimm ár í Færeyjum og komu um 60 þúsund slíkir þangað í fyrra. Um tvær milljónir erlendra ferðamanna sóttu Ísland heim í fyrra. Viðbrögðin við þessu uppátæki Færeyinga létu ekki á sér standa hér á landi og var á það bent að Íslendingar ættu að taka Færeyinga sér til fyrirmyndar þegar kemur að ferðaþjónustu. Guðrið Hojgaard, formaður ferðamálaráðs Færeyja, sagði við fjölmiðla að stefna Færeyinga í ferðaþjónustu snúist mun fremur um að vernda náttúruperlur í stað þess að einblína á fjölda ferðamanna.Pressa á innviði landsins Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að Íslendingar hafi vissulega upplifað gríðarlega ferðamannasprengju á undanförnum árum og allir hér á landi geri sér grein fyrir að það hafi sett ákveðna pressu á innviði Íslands. „Það er samt ekki þannig að landið sé í rúst eftir ferðamenn,“ segir Jóhannes Þór.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Vísir/VilhelmHann bendir á að margt hafi verið gert ansi vel hér á landi í sambandi við uppbyggingu tengda ferðaþjónustu. Um sé að ræða nokkra staði á Íslandi sem séu undir miklu álagi og nefnir þar Jökulsárlón, Þingvelli og fleiri staði á Suðurlandi sem teljast til stærstu ferðamannastaða landsins. „Það er hins vegar búið að gera ansi margt gott á mörgum þessara staða,“ segir Jóhannes Þór.Meta áhrifin á landið í heild Hjá Stjórnstöð ferðamála sé nú unnið að áhugaverðu verkefni sem miðar að því að meta efnahagsleg-, samfélagsleg- og umhverfisleg áhrif ferðaþjónustunnar á Íslandi. „Þetta verkefni er afar mikilvægt en þetta er í fyrsta sinnum sem verkefni af þessari tegund er unnið fyrir land í heilu lagi.“ Hann segir þetta átak Færeyingar afar áhugavert. „Þeir eru að vekja athygli á landinu og þetta er ekki bara til heimabrúks eins og maður segir,“ bendir Jóhannes á en þetta átak Færeyinga hefur ratað í marga fjölmiðla víða um heim.60 þúsund erlendir ferðamenn komu til Færeyja í fyrra.Vísir/Getty„Og það er bara skemmtilegt og gaman að sjá að þeir finna þennan góða flöt á þessu og út úr því kemur þá væntanlega líka að þeir fá fólk til að vinna í þessu með sér og það er bara hið besta mál.“Túristinn gert margt gott fyrir þjóðina Hann segir hugmyndina alls ekki vitlausa og mætti jafnvel útfæra hana á einhvern hátt hér á landi. „Það fer eftir því hvernig það yrði útfært og hvenær það yrði gert. Þetta er skemmtileg hugmynd. Við ættum samt að horfa líka á það að margt af því sem hefur gerst í samfélaginu hefur orðið líka vegna þess hvað ferðaþjónustan hefur sprungið mikið út. Við erum búin að snúa efnahagslífinu við á mun skemmri tíma heldur en við áttum von á á síðustu tíu árum. Það er ekki síst vegna þess að ferðamaðurinn er góður og gegn skattborgari í landinu. Hann kemur inn með mikla neyslu sem hann tekur af fyrirtækjum og leggur inn í samfélagið. Hann tekur ekki bara út.“ Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. Sagt var frá þessu uppátæki Færeyinga í morgun sem ætla að loka landinu fyrir ferðamönnum þessa einu helgi á meðan unnið verður að úrbætum á vinsælustu ferðamannastöðum eyjanna. Hafa Færeyingar hins vegar boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum að koma til Færeyja og hjálpa til við lagfæringarnar gegn gistingu.Breska dagblaðið The Guardian sagði frá þessu átaki Færeyinga en þar kom fram að frændur okkar í Atlantshafi vildu ekki lenda í sama vandamáli og Íslendingar þegar kemur að ágangi ferðamanna á náttúruperlur landsins. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um tíu prósent árlega síðastliðin fimm ár í Færeyjum og komu um 60 þúsund slíkir þangað í fyrra. Um tvær milljónir erlendra ferðamanna sóttu Ísland heim í fyrra. Viðbrögðin við þessu uppátæki Færeyinga létu ekki á sér standa hér á landi og var á það bent að Íslendingar ættu að taka Færeyinga sér til fyrirmyndar þegar kemur að ferðaþjónustu. Guðrið Hojgaard, formaður ferðamálaráðs Færeyja, sagði við fjölmiðla að stefna Færeyinga í ferðaþjónustu snúist mun fremur um að vernda náttúruperlur í stað þess að einblína á fjölda ferðamanna.Pressa á innviði landsins Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að Íslendingar hafi vissulega upplifað gríðarlega ferðamannasprengju á undanförnum árum og allir hér á landi geri sér grein fyrir að það hafi sett ákveðna pressu á innviði Íslands. „Það er samt ekki þannig að landið sé í rúst eftir ferðamenn,“ segir Jóhannes Þór.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Vísir/VilhelmHann bendir á að margt hafi verið gert ansi vel hér á landi í sambandi við uppbyggingu tengda ferðaþjónustu. Um sé að ræða nokkra staði á Íslandi sem séu undir miklu álagi og nefnir þar Jökulsárlón, Þingvelli og fleiri staði á Suðurlandi sem teljast til stærstu ferðamannastaða landsins. „Það er hins vegar búið að gera ansi margt gott á mörgum þessara staða,“ segir Jóhannes Þór.Meta áhrifin á landið í heild Hjá Stjórnstöð ferðamála sé nú unnið að áhugaverðu verkefni sem miðar að því að meta efnahagsleg-, samfélagsleg- og umhverfisleg áhrif ferðaþjónustunnar á Íslandi. „Þetta verkefni er afar mikilvægt en þetta er í fyrsta sinnum sem verkefni af þessari tegund er unnið fyrir land í heilu lagi.“ Hann segir þetta átak Færeyingar afar áhugavert. „Þeir eru að vekja athygli á landinu og þetta er ekki bara til heimabrúks eins og maður segir,“ bendir Jóhannes á en þetta átak Færeyinga hefur ratað í marga fjölmiðla víða um heim.60 þúsund erlendir ferðamenn komu til Færeyja í fyrra.Vísir/Getty„Og það er bara skemmtilegt og gaman að sjá að þeir finna þennan góða flöt á þessu og út úr því kemur þá væntanlega líka að þeir fá fólk til að vinna í þessu með sér og það er bara hið besta mál.“Túristinn gert margt gott fyrir þjóðina Hann segir hugmyndina alls ekki vitlausa og mætti jafnvel útfæra hana á einhvern hátt hér á landi. „Það fer eftir því hvernig það yrði útfært og hvenær það yrði gert. Þetta er skemmtileg hugmynd. Við ættum samt að horfa líka á það að margt af því sem hefur gerst í samfélaginu hefur orðið líka vegna þess hvað ferðaþjónustan hefur sprungið mikið út. Við erum búin að snúa efnahagslífinu við á mun skemmri tíma heldur en við áttum von á á síðustu tíu árum. Það er ekki síst vegna þess að ferðamaðurinn er góður og gegn skattborgari í landinu. Hann kemur inn með mikla neyslu sem hann tekur af fyrirtækjum og leggur inn í samfélagið. Hann tekur ekki bara út.“
Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira