Geir: Fyrstu tuttugu mínúturnar voru hræðilegar Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 23. febrúar 2019 19:50 Geir er hann krotaði undir samninginn. mynd/pallijóh Geir Sveinsson, þjálfari Akureyri Handboltafélag, var að vonum ansi súr eftir tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í dag. Geir sagði úrslitin hafa verið gríðarleg vonbrigði, sérstaklega þar sem að um svokallaðan fjögurra stiga leik hafi verið að ræða. Akureyringar áttu í miklu basli í upphafi beggja hálfleika og sagðist Geir vera að reyna að átta sig á því afhverju Akureyringar mæti svona illa til leiks.„Þetta er búið að vera viðloðandi allt of oft og þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir og vorum að ræða þetta inni í klefa og við getum einfaldlega ekki leyft okkur að mæta svona til leiks“ sagði Geir en hann hélt þrumuræðu í hartnær hálftíma yfir sínum mönnum eftir að leik lauk. Það var ekki bara í sókninni sem leikmenn Geirs áttu í vandræðum heldur virtist leið Framara oft og tíðum ansi greið upp að marki heimamanna.„Þetta er ekki bara sóknarleikur sem að þetta snýr að, heldur okkar heildar leikur þessar fyrstu 20 mínútur sem voru einfaldlega hræðilegar og menn bara ekki á svæðinu og því miður var það ekki í fyrsta skiptið. Eftir leikinn eru Akureyringar komnir niður í fallsæti og eiga erfiðan leik í næstu umferð. Spurður út í framhaldið sagði Geir að menn hafi vitað að þetta yrði brekka en bætti svo við að „þetta er orðin ennþá meiri brekka heldur en var og það er bara gríðarleg vinna framundan.“ Friðrik Svavarsson, línumaður, spilaði ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir samstuð.„Ég hef aldrei lent í því að missa eina þrjá til fjóra leikmenn út í sama leiknum og við þurftum því að gera miklar hrókeringar“ sagði Geir og bætti því við að hann gæti ,,verið ánægður með það hvernig menn lögðu sig fram í nýjum stöðum og hvernig menn náðu að vinna sig út úr því en það breytir því ekki að við fengum ekkert út úr leiknum.“ Geir sagðist einfaldlega bara geta vonað það að meiðslin væru minniháttar og bætti svo við „og þó það er ljóst þar sem það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn að hvað nokkra varðar þá lítur þetta illa út.“ Geir vildi ekki horfa á baráttuna og karakterinn sem hans menn sýndu undir lok leiksins þegar þeir náðu að vinna sig inn í hann og eygðu von um að fá eitthvað út úr leiknum.„Á þeim tímapunkti eru menn að gera það sem þeir eiga að gera í 60 mínútur og ná þá að para sig svolítið og koma sér þangað sem þeir eiga að vera í 60 mínútur“ sagði Geir og bætti við að ,,ef framlagið hefði verið svona allan leikinn þá hugsanlega værum við að tala um einhverja aðra hluti núna en auðvitað veit maður ekki.“ Geir vildi samt ekki taka neitt af leikmönnum Fram.„Þeir koma hingað norður, komu í gær, virkilega einbeittir á þennan leik í dag og ætluðu sér að ná í tvö stig og gerðu það verðskuldað, við skulum ekkert gleyma því að það er í rauninni niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana“ sagði Geir Sveinsson að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Akureyri Handboltafélag, var að vonum ansi súr eftir tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í dag. Geir sagði úrslitin hafa verið gríðarleg vonbrigði, sérstaklega þar sem að um svokallaðan fjögurra stiga leik hafi verið að ræða. Akureyringar áttu í miklu basli í upphafi beggja hálfleika og sagðist Geir vera að reyna að átta sig á því afhverju Akureyringar mæti svona illa til leiks.„Þetta er búið að vera viðloðandi allt of oft og þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir og vorum að ræða þetta inni í klefa og við getum einfaldlega ekki leyft okkur að mæta svona til leiks“ sagði Geir en hann hélt þrumuræðu í hartnær hálftíma yfir sínum mönnum eftir að leik lauk. Það var ekki bara í sókninni sem leikmenn Geirs áttu í vandræðum heldur virtist leið Framara oft og tíðum ansi greið upp að marki heimamanna.„Þetta er ekki bara sóknarleikur sem að þetta snýr að, heldur okkar heildar leikur þessar fyrstu 20 mínútur sem voru einfaldlega hræðilegar og menn bara ekki á svæðinu og því miður var það ekki í fyrsta skiptið. Eftir leikinn eru Akureyringar komnir niður í fallsæti og eiga erfiðan leik í næstu umferð. Spurður út í framhaldið sagði Geir að menn hafi vitað að þetta yrði brekka en bætti svo við að „þetta er orðin ennþá meiri brekka heldur en var og það er bara gríðarleg vinna framundan.“ Friðrik Svavarsson, línumaður, spilaði ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir samstuð.„Ég hef aldrei lent í því að missa eina þrjá til fjóra leikmenn út í sama leiknum og við þurftum því að gera miklar hrókeringar“ sagði Geir og bætti því við að hann gæti ,,verið ánægður með það hvernig menn lögðu sig fram í nýjum stöðum og hvernig menn náðu að vinna sig út úr því en það breytir því ekki að við fengum ekkert út úr leiknum.“ Geir sagðist einfaldlega bara geta vonað það að meiðslin væru minniháttar og bætti svo við „og þó það er ljóst þar sem það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn að hvað nokkra varðar þá lítur þetta illa út.“ Geir vildi ekki horfa á baráttuna og karakterinn sem hans menn sýndu undir lok leiksins þegar þeir náðu að vinna sig inn í hann og eygðu von um að fá eitthvað út úr leiknum.„Á þeim tímapunkti eru menn að gera það sem þeir eiga að gera í 60 mínútur og ná þá að para sig svolítið og koma sér þangað sem þeir eiga að vera í 60 mínútur“ sagði Geir og bætti við að ,,ef framlagið hefði verið svona allan leikinn þá hugsanlega værum við að tala um einhverja aðra hluti núna en auðvitað veit maður ekki.“ Geir vildi samt ekki taka neitt af leikmönnum Fram.„Þeir koma hingað norður, komu í gær, virkilega einbeittir á þennan leik í dag og ætluðu sér að ná í tvö stig og gerðu það verðskuldað, við skulum ekkert gleyma því að það er í rauninni niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana“ sagði Geir Sveinsson að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira