Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 08:00 Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. AP/Fernando Llano Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. Minnst tveir eru látnir, 300 slasaðir og kveikt var í einhverjum bílum sem báru hjálpargögn. Í kjölfarið kallaði Juan Guaidó, sem þing Venesúela hefur skipað sem forseta, eftir því að alþjóðasamfélagið „íhugaði allar leiðir“ til að koma Maduro frá völdum og „frelsa“ íbúa Venesúela. Hann hvatti hermenn Venesúela einnig til að hleypa hjálpargögnum inn í landið. „Hve margir ykkar eiga veikar mæður? Hve marga krakka í skóla án matar?“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þið skuldið enga hollustu til sadista, sem fagnar því að meinaður sé aðgangur að hjálpargögnum sem þjóðin þarf á að halda.“Yfirvöld Kólumbíu segja um 60 hermenn hafa svarað kalli Guaidó en þeir hafi allir verið lágt settir. Enn sem komið er nýtur Maduro fulls stuðnings hershöfðingja Venesúela.Todas las opciones de la comunidad internacional que han logrado el cerco diplomático que contribuirá al cese de la usurpación, al gobierno de transición y elecciones libres. Seguimos adelante. — Juan Guaidó (@jguaido) February 24, 2019 Mótmælendum tókst að koma þremur flutningabílum yfir landamærin en kveikt var í þeim og segja vitni að hermenn hafi gert það. Venesúela hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og þá sérstaklega þegar kemur að efnahag landsins. Í fyrra var verðbólga svo há í Venesúela að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Maduro hefur slitið stjórnmálasamskiptum við Kólumbíu og sakar ríkisstjórn landsins, sem hann kallaði fasista, um að reyna að hjálpa Bandaríkjunum að velta honum úr sessi. Flest ríki Suður-Ameríku hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó.Tveggja forseta tal Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Tugir annarra þjóða hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og mun hann fara til Bogota í Kólumbíu á morgun til að hitta þjóðarleiðtoga annarra Suður-Ameríkuríkja og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. Minnst tveir eru látnir, 300 slasaðir og kveikt var í einhverjum bílum sem báru hjálpargögn. Í kjölfarið kallaði Juan Guaidó, sem þing Venesúela hefur skipað sem forseta, eftir því að alþjóðasamfélagið „íhugaði allar leiðir“ til að koma Maduro frá völdum og „frelsa“ íbúa Venesúela. Hann hvatti hermenn Venesúela einnig til að hleypa hjálpargögnum inn í landið. „Hve margir ykkar eiga veikar mæður? Hve marga krakka í skóla án matar?“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þið skuldið enga hollustu til sadista, sem fagnar því að meinaður sé aðgangur að hjálpargögnum sem þjóðin þarf á að halda.“Yfirvöld Kólumbíu segja um 60 hermenn hafa svarað kalli Guaidó en þeir hafi allir verið lágt settir. Enn sem komið er nýtur Maduro fulls stuðnings hershöfðingja Venesúela.Todas las opciones de la comunidad internacional que han logrado el cerco diplomático que contribuirá al cese de la usurpación, al gobierno de transición y elecciones libres. Seguimos adelante. — Juan Guaidó (@jguaido) February 24, 2019 Mótmælendum tókst að koma þremur flutningabílum yfir landamærin en kveikt var í þeim og segja vitni að hermenn hafi gert það. Venesúela hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og þá sérstaklega þegar kemur að efnahag landsins. Í fyrra var verðbólga svo há í Venesúela að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Maduro hefur slitið stjórnmálasamskiptum við Kólumbíu og sakar ríkisstjórn landsins, sem hann kallaði fasista, um að reyna að hjálpa Bandaríkjunum að velta honum úr sessi. Flest ríki Suður-Ameríku hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó.Tveggja forseta tal Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Tugir annarra þjóða hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og mun hann fara til Bogota í Kólumbíu á morgun til að hitta þjóðarleiðtoga annarra Suður-Ameríkuríkja og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49
Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45
Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30