Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 08:00 Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. AP/Fernando Llano Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. Minnst tveir eru látnir, 300 slasaðir og kveikt var í einhverjum bílum sem báru hjálpargögn. Í kjölfarið kallaði Juan Guaidó, sem þing Venesúela hefur skipað sem forseta, eftir því að alþjóðasamfélagið „íhugaði allar leiðir“ til að koma Maduro frá völdum og „frelsa“ íbúa Venesúela. Hann hvatti hermenn Venesúela einnig til að hleypa hjálpargögnum inn í landið. „Hve margir ykkar eiga veikar mæður? Hve marga krakka í skóla án matar?“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þið skuldið enga hollustu til sadista, sem fagnar því að meinaður sé aðgangur að hjálpargögnum sem þjóðin þarf á að halda.“Yfirvöld Kólumbíu segja um 60 hermenn hafa svarað kalli Guaidó en þeir hafi allir verið lágt settir. Enn sem komið er nýtur Maduro fulls stuðnings hershöfðingja Venesúela.Todas las opciones de la comunidad internacional que han logrado el cerco diplomático que contribuirá al cese de la usurpación, al gobierno de transición y elecciones libres. Seguimos adelante. — Juan Guaidó (@jguaido) February 24, 2019 Mótmælendum tókst að koma þremur flutningabílum yfir landamærin en kveikt var í þeim og segja vitni að hermenn hafi gert það. Venesúela hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og þá sérstaklega þegar kemur að efnahag landsins. Í fyrra var verðbólga svo há í Venesúela að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Maduro hefur slitið stjórnmálasamskiptum við Kólumbíu og sakar ríkisstjórn landsins, sem hann kallaði fasista, um að reyna að hjálpa Bandaríkjunum að velta honum úr sessi. Flest ríki Suður-Ameríku hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó.Tveggja forseta tal Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Tugir annarra þjóða hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og mun hann fara til Bogota í Kólumbíu á morgun til að hitta þjóðarleiðtoga annarra Suður-Ameríkuríkja og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. Hermennirnir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum en mannréttindasamtök og vitni segja raunverulegum kúlum einnig hafa verið skotið. Minnst tveir eru látnir, 300 slasaðir og kveikt var í einhverjum bílum sem báru hjálpargögn. Í kjölfarið kallaði Juan Guaidó, sem þing Venesúela hefur skipað sem forseta, eftir því að alþjóðasamfélagið „íhugaði allar leiðir“ til að koma Maduro frá völdum og „frelsa“ íbúa Venesúela. Hann hvatti hermenn Venesúela einnig til að hleypa hjálpargögnum inn í landið. „Hve margir ykkar eiga veikar mæður? Hve marga krakka í skóla án matar?“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þið skuldið enga hollustu til sadista, sem fagnar því að meinaður sé aðgangur að hjálpargögnum sem þjóðin þarf á að halda.“Yfirvöld Kólumbíu segja um 60 hermenn hafa svarað kalli Guaidó en þeir hafi allir verið lágt settir. Enn sem komið er nýtur Maduro fulls stuðnings hershöfðingja Venesúela.Todas las opciones de la comunidad internacional que han logrado el cerco diplomático que contribuirá al cese de la usurpación, al gobierno de transición y elecciones libres. Seguimos adelante. — Juan Guaidó (@jguaido) February 24, 2019 Mótmælendum tókst að koma þremur flutningabílum yfir landamærin en kveikt var í þeim og segja vitni að hermenn hafi gert það. Venesúela hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og þá sérstaklega þegar kemur að efnahag landsins. Í fyrra var verðbólga svo há í Venesúela að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Maduro hefur slitið stjórnmálasamskiptum við Kólumbíu og sakar ríkisstjórn landsins, sem hann kallaði fasista, um að reyna að hjálpa Bandaríkjunum að velta honum úr sessi. Flest ríki Suður-Ameríku hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó.Tveggja forseta tal Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Tugir annarra þjóða hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og mun hann fara til Bogota í Kólumbíu á morgun til að hitta þjóðarleiðtoga annarra Suður-Ameríkuríkja og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49 Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Neyðaraðstoð komin inn í Venesúela Juan Guaidó, yfirlýstur forseti landsins, segir áfangann mikið afrek fyrir landið. 23. febrúar 2019 17:49
Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Mikil spenna er við landamæri Venesúela og Kólumbíu. 23. febrúar 2019 15:45
Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30