Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 12:00 Hafi þessi áhrifavaldur fengið þessa máltíð gefins gegn því að birta mynd af henni á samfélagsmiðlum eru allar líkur á því að hann þurfi að gefa hana upp til skatts. Getty/Westend61 Þrátt fyrir að ýmis „skattaleg álitaefni“ vakni í starfsemi hinna svokölluðu áhrifavalda ættu þeir að hafa í huga þá meginreglu að allar tekjur séu skattskyldar, hvort sem þær eru í formi peninga eða annars konar verðmæta. Þegar áhrifavaldar fá t.a.m. greitt fyrir vinnu sína í vörum eða annarri þjónustu skulu þeir gefa hana upp til skatts.Þetta er meðal þess sem kemur fram í útlistun á vef ríkisskattstjóra, þar sem tekið hefur verið saman hvernig skattlagningu er háttað í starfsemi áhrifavalda. Þar segir til að mynda að almennt sé gengið út frá því að „áhrifavaldar séu þeir sem hafa stóran hóp fylgjenda og geta haft áhrif á kauphegðun þeirra með auglýsingum og umfjöllun um vöru eða þjónustu.“ Meira þurfi þó að koma til en stór fylgjendahópur þegar ákvarðað er hvaða skattareglur eigi við starfsemi áhrifavaldanna.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja „Meðal þess sem líta ber til er hvort áhrifavaldar teljist hafa atvinnurekstur með höndum og hvernig endurgjaldi fyrir þjónustu þeirra er háttað. Athuga þarf að þótt viðkomandi teljist ekki vera í atvinnurekstri þá eru tekjurnar almennt skattskyldar. Aðgreining þess hvort viðkomandi teljist vera í atvinnurekstri eða ekki ræður hins vegar úrslitum um það hvernig skattlagningu er háttað,“ segir á vef ríkisskattstjóra. Þrátt fyrir að endurgjald fyrir markaðssetningu á samfélagsmiðlum sé af ýmsum toga er þó meginreglan í þessum efnum einföld: Allar greiðslur; sama hvort þær eru í peningum, vörum eða öðrum hlunnindum, eru skattskyldar. Þannig þurfa áhrifavaldar sem fá greitt í peningum að telja fram upphæðina, hvort sem hennar er aflað í atvinnurekstri eða utan rekstrar. Það sama á við þegar greitt er fyrir vinnu þeirra með öðrum aðferðum. „Greiðslan er skattskyld og leggja ber markaðsverð/gangverð til grundvallar við ákvörðun tekjufjárhæðarinnar. Hér er átt við endurgjald í formi vöru eða þjónustu eða öðru formi s.s. hlunninda. Dæmi um hlunnindi eru m.a. afnot af bifreið eða húsnæði, ferðalög og hótelgisting.“ Í útlistun ríkisskattstjóra er þó tekið fram að ýmis „frávik og undanþágur frá meginreglunni“ eigi við í ákveðnum tilfellum. Nánari upplýsingar um frávikin, sem og aðrar reglur er lúta að skattlagningunni, má nálgast á vef ríkisskattstjóra. Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Tengdar fréttir Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. 5. október 2018 11:15 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Sjá meira
Þrátt fyrir að ýmis „skattaleg álitaefni“ vakni í starfsemi hinna svokölluðu áhrifavalda ættu þeir að hafa í huga þá meginreglu að allar tekjur séu skattskyldar, hvort sem þær eru í formi peninga eða annars konar verðmæta. Þegar áhrifavaldar fá t.a.m. greitt fyrir vinnu sína í vörum eða annarri þjónustu skulu þeir gefa hana upp til skatts.Þetta er meðal þess sem kemur fram í útlistun á vef ríkisskattstjóra, þar sem tekið hefur verið saman hvernig skattlagningu er háttað í starfsemi áhrifavalda. Þar segir til að mynda að almennt sé gengið út frá því að „áhrifavaldar séu þeir sem hafa stóran hóp fylgjenda og geta haft áhrif á kauphegðun þeirra með auglýsingum og umfjöllun um vöru eða þjónustu.“ Meira þurfi þó að koma til en stór fylgjendahópur þegar ákvarðað er hvaða skattareglur eigi við starfsemi áhrifavaldanna.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja „Meðal þess sem líta ber til er hvort áhrifavaldar teljist hafa atvinnurekstur með höndum og hvernig endurgjaldi fyrir þjónustu þeirra er háttað. Athuga þarf að þótt viðkomandi teljist ekki vera í atvinnurekstri þá eru tekjurnar almennt skattskyldar. Aðgreining þess hvort viðkomandi teljist vera í atvinnurekstri eða ekki ræður hins vegar úrslitum um það hvernig skattlagningu er háttað,“ segir á vef ríkisskattstjóra. Þrátt fyrir að endurgjald fyrir markaðssetningu á samfélagsmiðlum sé af ýmsum toga er þó meginreglan í þessum efnum einföld: Allar greiðslur; sama hvort þær eru í peningum, vörum eða öðrum hlunnindum, eru skattskyldar. Þannig þurfa áhrifavaldar sem fá greitt í peningum að telja fram upphæðina, hvort sem hennar er aflað í atvinnurekstri eða utan rekstrar. Það sama á við þegar greitt er fyrir vinnu þeirra með öðrum aðferðum. „Greiðslan er skattskyld og leggja ber markaðsverð/gangverð til grundvallar við ákvörðun tekjufjárhæðarinnar. Hér er átt við endurgjald í formi vöru eða þjónustu eða öðru formi s.s. hlunninda. Dæmi um hlunnindi eru m.a. afnot af bifreið eða húsnæði, ferðalög og hótelgisting.“ Í útlistun ríkisskattstjóra er þó tekið fram að ýmis „frávik og undanþágur frá meginreglunni“ eigi við í ákveðnum tilfellum. Nánari upplýsingar um frávikin, sem og aðrar reglur er lúta að skattlagningunni, má nálgast á vef ríkisskattstjóra.
Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Tengdar fréttir Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. 5. október 2018 11:15 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Sjá meira
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. 5. október 2018 11:15