R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 18:45 Kelly gefur sig fram við lögreglu á föstudag. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53
Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50