Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, tilkynnti afsögn sína í dag á Instagram-síðu sinni. Hann baðst afsökunar á því að geta ekki þjónað þjóðinni lengur en gaf engar skýringar á afsögn sinni í færslunni.
Zarif var gerður að utanríkisráðherra þegar Hassan Rouhani var kjörinn forseti árið 2013 og þótti mörgum það marka miklar breytingar í stefnu Íran og vera til marks um jákvæða þróun í átt að nútímalegra samfélagi þar í landi.
Utanríkisráðherrann var einn forystumanna við gerð kjarnorkusamkomulags Íran við Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland en samkomulagið var undirritað árið 2015.
Afsögn Zarif vekur upp spurningar varðandi framtíð kjarnorkusamkomulagsins en því var ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.
Utanríkisráðherra Íran segir af sér

Tengdar fréttir

Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu
Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur.

Samkomulag um kjarnorkuáætlun Írana í höfn
Von á að samningurinn verði kynntur á næstu tímum.

Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“
Heimsveldin hafa náð samkomulagi við Írani um takmarkanir á kjarnorkuáætlun landsins.