Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Ari Brynjólfsson skrifar 26. febrúar 2019 06:30 Jón Þröstur var á Bonnington-hótelinu, gekk í norðurátt fram hjá Highfield-hjúkrunarheimilinu þar sem hann sást á eftirlitsmyndavél. Ekkert hefur sést til hans síðan. Rannsóknarlögreglumaður sagði leitarmenn, hunda og þyrlu hafa farið yfir "grænu svæðin“ við hótelið og Highfield. „Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00