Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. Skólahald fellur einnig niður í Þelamerkurskóla í Hörgársveit eins og Vísir greindi frá í morgun en afar slæmu veðri er spáð í dag norðan- og austanlands.
Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða um land og má búast við að veðrið nái hámarki á milli klukkan 9 og 14 í dag samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Vegna veðurs má reikna með að skólahald falli niður víða á landinu í dag. Hafirðu ábendingu um slíkt geturðu sent okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is og við komum því til skila.
Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri

Tengdar fréttir

Rúður brotnuðu í bíl ferðamanna vegna veðurofsans
Fyrstu útköll björgunarsveita vegna veðursins sem nú gengur yfir landið komu klukkan fjögur í nótt að sögn Davíðs Már Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu
Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.

Engin kennsla í Þelamerkurskóla vegna veðurs
Skólahald í Þelamerkurskóla í Hörgársveit fellur niður í dag vegna veðurs.