Tölurnar og fyrirsagnir blaðanna í sögulegum sigri Íslands í B-keppninni fyrir 30 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 13:00 Mynd og fyrirsögn á forsíðu DV eftir úrslitaleikinn í París Skjámynd/DV Í dag, 26. febrúar, eru liðin þrjátíu ár síðan íslenska handboltalandsliðið vann B-keppnina í Frakklandi eftir þriggja marka sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í Bercy-íþróttahöllinni í París. Þetta er fyrsti sigur íslenska landsliðsins á stóru móti og hápunkturinn hjá Bogdan Kowalczyk kynslóðinni sem ætlaði að toppa á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 en uppskáru fyrir allt erfiðið sumarið 1988 með því að blómsta í b-keppninni í Frakklandi í febrúar 1989. Það er mjög athyglisvert að skora markaskor íslenska landsliðsins í þessari sögulegu keppni en það er óhætt að segja að það hafi dreifst á margar hendur. Átta leikmenn liðsins skoruðu nefnilega á bilinu 2,5 mörk til 3,7 mörk í leik og það munaði samtals bara ellefu mörkum á markahæsta manni liðsins og mannsins í sjöunda sæti. Sex mismundandi leikmenn náðu að vera markahæstir hjá íslenska liðinu í leik á mótinu eða þeir Héðinn Gilsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Jakob Sigurðsson (tvisvar), Alfreð Gíslason (tvisvar), Sigurður Valur Sveinsson og Valdimar Grímsson. Kristján Arason var markahæstur í íslenska liðinu á mótinu með 26 mörk í sjö leikjum eða 3,7 mörk að meðatali í leik. Alfreð Gíslason skoraði 23 mörk og Þorgils Óttar Mathiesen var með 22 mörk. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 20 mörk en þó bara í sex leikjum því hann missti af einum leik. Sigurður Valur Sveinsson og Bjarki Sigurðsson skoruðu báðir 3,3 mörk í leik og voru saman í 2. sæti yfir flest mörk að meðaltali. Bjarki spilaði fyrstu tvo leikina en síðan ekki aftur fyrr en í úrslitaleiknum eftir að hafa meiðst. Hér fyrir neðan má sjá markaskor íslenska landsliðsins í sjö leikjum liðsins í B-keppninni í Frakklandi 1989. Þar má einnig sjá fyrirsagnir úr íslensku blöðunum eftir þennan sögulega sigur.Forsíða íþróttakálfs DV eftir úrslitaleikinn.Skjámynd/DV Meðalskor leikmanna íslenska landsliðsins í B-keppninni 1989: 1. Kristján Arason 3,7 mörk í leik 2. Bjarki Sigurðsson 3,3 2. Sigurður Valur Sveinsson 3,3 4. Alfreð Gíslason 3,3 5. Valdimar Grímsson 3,2 6. Þorgils Óttar Mathiesen 3,1 7. Jakob Sigurðsson 2,7 8. Héðinn Gilsson 2,5 9. Sigurður Gunnarsson 1,9 10. Guðmundur Guðmundsson 1,5Frétt Tímans um úrslitaleikinn.Skjámynd/TíminnFlest mörk leikmanna íslenska landsliðsins í B-keppninni 1989: 1. Kristján Arason 26 mörk 2. Alfreð Gíslason 23 3. Þorgils Óttar Mathiesen 22 4. Sigurður Valur Sveinsson 20 5. Jakob Sigurðsson 19 6. Valdimar Grímsson 16 7. Héðinn Gilsson 15 8. Sigurður G Gunnarsson 13 9. Bjarki Sigurðsson 10 10. Guðmundur Þórður Guðmundsson 9Frétt um úrslitaleikinn í DV.Skjámynd/DVLeikir íslenska liðsins í B-keppninni 1989 og markahæstu menn í hverjum leik:Mið. 15.feb.1989 í Cherbourg: 20-12 sigur á Búlgaríu (Héðinn Gilsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Bjarki Sigurðsson 3)Fim. 16.feb.1989 í Cherbourg: 33-14 sigur á Kúveit (Jakob Óskar Sigurðsson 9, Sigurður Gunnarsson 6, Valdimar Grímsson 4)Lau. 18.feb.1989 í Cherbourg: 21-23 tap fyrir Rúmeníu (Alfreð Gíslason 9, Kristján Arason 5, Valdimar Grímsson 3)Mán. 20.feb.1989 í Strasbourg: 23-21 sigur á Vestur-Þýskalandi (Sigurður Valur Sveinsson 9, Guðmundur Guðmundsson 4, Héðinn Gilsson 3, Alfreð Gíslason 3)Þri. 21.feb.1989 í Strasbourg: 19-18 sigur á Sviss (Valdimar Grímsson 6, Guðmundur Guðmundsson 3, Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3)Fim. 23.feb.1989 í Strasbourg: 31-17 sigur á Hollandi (Jakob Óskar Sigurðsson 8, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Héðinn Gilsson 5)Sun. 26.feb.1989 í París: 29-26 sigur á Póllandi (Alfreð Gíslason 7, Kristján Arason 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5)Baksíða Morgunblaðsins.Skjámynd/MorgunblaðiðFrétt Þjóðviljans um úrslitaleikinn.Skjámynd/ÞjóðviljinnAlfreð Gíslason var valinn besti leikmaður B-keppninnar. Hér er hann í viðtali við DV eftir sigurinn.Skjámynd/DVBogdan Kowalczyk stýrði íslenska landsliðinu frá 1984 til 1990. Hér er honum hrósað í DV eftir leikinn.Skjámynd/DV Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Í dag, 26. febrúar, eru liðin þrjátíu ár síðan íslenska handboltalandsliðið vann B-keppnina í Frakklandi eftir þriggja marka sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í Bercy-íþróttahöllinni í París. Þetta er fyrsti sigur íslenska landsliðsins á stóru móti og hápunkturinn hjá Bogdan Kowalczyk kynslóðinni sem ætlaði að toppa á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 en uppskáru fyrir allt erfiðið sumarið 1988 með því að blómsta í b-keppninni í Frakklandi í febrúar 1989. Það er mjög athyglisvert að skora markaskor íslenska landsliðsins í þessari sögulegu keppni en það er óhætt að segja að það hafi dreifst á margar hendur. Átta leikmenn liðsins skoruðu nefnilega á bilinu 2,5 mörk til 3,7 mörk í leik og það munaði samtals bara ellefu mörkum á markahæsta manni liðsins og mannsins í sjöunda sæti. Sex mismundandi leikmenn náðu að vera markahæstir hjá íslenska liðinu í leik á mótinu eða þeir Héðinn Gilsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Jakob Sigurðsson (tvisvar), Alfreð Gíslason (tvisvar), Sigurður Valur Sveinsson og Valdimar Grímsson. Kristján Arason var markahæstur í íslenska liðinu á mótinu með 26 mörk í sjö leikjum eða 3,7 mörk að meðatali í leik. Alfreð Gíslason skoraði 23 mörk og Þorgils Óttar Mathiesen var með 22 mörk. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 20 mörk en þó bara í sex leikjum því hann missti af einum leik. Sigurður Valur Sveinsson og Bjarki Sigurðsson skoruðu báðir 3,3 mörk í leik og voru saman í 2. sæti yfir flest mörk að meðaltali. Bjarki spilaði fyrstu tvo leikina en síðan ekki aftur fyrr en í úrslitaleiknum eftir að hafa meiðst. Hér fyrir neðan má sjá markaskor íslenska landsliðsins í sjö leikjum liðsins í B-keppninni í Frakklandi 1989. Þar má einnig sjá fyrirsagnir úr íslensku blöðunum eftir þennan sögulega sigur.Forsíða íþróttakálfs DV eftir úrslitaleikinn.Skjámynd/DV Meðalskor leikmanna íslenska landsliðsins í B-keppninni 1989: 1. Kristján Arason 3,7 mörk í leik 2. Bjarki Sigurðsson 3,3 2. Sigurður Valur Sveinsson 3,3 4. Alfreð Gíslason 3,3 5. Valdimar Grímsson 3,2 6. Þorgils Óttar Mathiesen 3,1 7. Jakob Sigurðsson 2,7 8. Héðinn Gilsson 2,5 9. Sigurður Gunnarsson 1,9 10. Guðmundur Guðmundsson 1,5Frétt Tímans um úrslitaleikinn.Skjámynd/TíminnFlest mörk leikmanna íslenska landsliðsins í B-keppninni 1989: 1. Kristján Arason 26 mörk 2. Alfreð Gíslason 23 3. Þorgils Óttar Mathiesen 22 4. Sigurður Valur Sveinsson 20 5. Jakob Sigurðsson 19 6. Valdimar Grímsson 16 7. Héðinn Gilsson 15 8. Sigurður G Gunnarsson 13 9. Bjarki Sigurðsson 10 10. Guðmundur Þórður Guðmundsson 9Frétt um úrslitaleikinn í DV.Skjámynd/DVLeikir íslenska liðsins í B-keppninni 1989 og markahæstu menn í hverjum leik:Mið. 15.feb.1989 í Cherbourg: 20-12 sigur á Búlgaríu (Héðinn Gilsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Bjarki Sigurðsson 3)Fim. 16.feb.1989 í Cherbourg: 33-14 sigur á Kúveit (Jakob Óskar Sigurðsson 9, Sigurður Gunnarsson 6, Valdimar Grímsson 4)Lau. 18.feb.1989 í Cherbourg: 21-23 tap fyrir Rúmeníu (Alfreð Gíslason 9, Kristján Arason 5, Valdimar Grímsson 3)Mán. 20.feb.1989 í Strasbourg: 23-21 sigur á Vestur-Þýskalandi (Sigurður Valur Sveinsson 9, Guðmundur Guðmundsson 4, Héðinn Gilsson 3, Alfreð Gíslason 3)Þri. 21.feb.1989 í Strasbourg: 19-18 sigur á Sviss (Valdimar Grímsson 6, Guðmundur Guðmundsson 3, Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3)Fim. 23.feb.1989 í Strasbourg: 31-17 sigur á Hollandi (Jakob Óskar Sigurðsson 8, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Héðinn Gilsson 5)Sun. 26.feb.1989 í París: 29-26 sigur á Póllandi (Alfreð Gíslason 7, Kristján Arason 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5)Baksíða Morgunblaðsins.Skjámynd/MorgunblaðiðFrétt Þjóðviljans um úrslitaleikinn.Skjámynd/ÞjóðviljinnAlfreð Gíslason var valinn besti leikmaður B-keppninnar. Hér er hann í viðtali við DV eftir sigurinn.Skjámynd/DVBogdan Kowalczyk stýrði íslenska landsliðinu frá 1984 til 1990. Hér er honum hrósað í DV eftir leikinn.Skjámynd/DV
Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira