Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 15:49 Íbúar yfirgefa heimagert sprengjuskýli í Chakoti nærri landamærum Pakistan og Indlands í Kasmír. AP/Abdul Razaq Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Indland Pakistan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð.
Indland Pakistan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira