Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Nadine Guðrún Yaghi og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 26. febrúar 2019 20:00 „Við spjölluðum bara um hvað hann hafi verið að gera um nóttina og hann sagði mér að hann væri bara ennþá að spila og væri að skemmta sér,“ segir Kristjana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem nú er leitað í Dyflinni. Þau áttu samtal kvöldið áður en hann hvarf. Af samtalinu að dæma benti ekkert til þess að nokkuð bjátaði á. Hann hafi hringt í hana og kannað hvort hún væri ekki tilbúin til að fara upp á flugvöll. Hún kom sjálf til Írlands morguninn eftir. Hún hitti hann stuttlega uppi á hótelherbergi og fór niður á undan honum. Skömmu síðar sést hann yfirgefa hótelið rétt eftir klukkan ellefu um morguninn. Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Kristjana segir að hann hafi sagt sér að hann hafi tapað hárri upphæð. Það ætti hinsvegar ekki að hafa verið honum áfall þar sem hann sé reyndur pókerspilari og að því fylgi að tapa stundum. „Þetta hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir okkur,“ segir Kristjana. „Við höfum aldrei neitt verið að fela fyrir hvoru öðru. Þetta er upp og niður. Við spilum bæði og vitum hvernig leikurinn virkar.“Fjöldi veggspjalda sem auglýsa leitina að Jóni Þresti hefur verið hengdur upp í Dyflinni.Mynd/AðsendKristjana segir hann ekki hafa haft neina ástæðu til að láta sig hverfa þar sem hann hafi verið spenntur fyrir framtíðarplönum sínum. Hann hafi meðal annars verið hamingjusamur yfir því að hafa samið við barnsmóður sína um að fá viku á móti viku viðveru með eldri dóttur sinni. Þá hafi hann unnið sér inn réttinn til að keyra sinn eigin leigubíl og þau hafi verið byrjuð að skoða bíla til þess. „Hann var rosalega spenntur fyrir þessu að geta unnið fyrir sjálfan sig.“ Í gærkvöldi var birt nýtt myndefni úr öryggismyndavélum af Jóni Þresti og fjallað um mál hans í sjónvarpi. Fjöldi ábendinga barst lögreglunni ytra í kjölfarið.www.rte.ie/bosco/components/player/iframe.html?clipid=11007015&autostart=false' width='614'> Lögreglan á Íslandi hefur þá veitt Írsku lögreglunni aðstoð sína en málið er á forræði lögreglunnar úti. „Við höfum gert allt það sem við getum til að útvega gögn sem þeir telja nauðsynlegt að hafa við sínar aðgerðir,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum líka verið í nánast daglegum samskiptum við þá síðan að þetta mál kemur upp.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Við spjölluðum bara um hvað hann hafi verið að gera um nóttina og hann sagði mér að hann væri bara ennþá að spila og væri að skemmta sér,“ segir Kristjana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem nú er leitað í Dyflinni. Þau áttu samtal kvöldið áður en hann hvarf. Af samtalinu að dæma benti ekkert til þess að nokkuð bjátaði á. Hann hafi hringt í hana og kannað hvort hún væri ekki tilbúin til að fara upp á flugvöll. Hún kom sjálf til Írlands morguninn eftir. Hún hitti hann stuttlega uppi á hótelherbergi og fór niður á undan honum. Skömmu síðar sést hann yfirgefa hótelið rétt eftir klukkan ellefu um morguninn. Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Kristjana segir að hann hafi sagt sér að hann hafi tapað hárri upphæð. Það ætti hinsvegar ekki að hafa verið honum áfall þar sem hann sé reyndur pókerspilari og að því fylgi að tapa stundum. „Þetta hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir okkur,“ segir Kristjana. „Við höfum aldrei neitt verið að fela fyrir hvoru öðru. Þetta er upp og niður. Við spilum bæði og vitum hvernig leikurinn virkar.“Fjöldi veggspjalda sem auglýsa leitina að Jóni Þresti hefur verið hengdur upp í Dyflinni.Mynd/AðsendKristjana segir hann ekki hafa haft neina ástæðu til að láta sig hverfa þar sem hann hafi verið spenntur fyrir framtíðarplönum sínum. Hann hafi meðal annars verið hamingjusamur yfir því að hafa samið við barnsmóður sína um að fá viku á móti viku viðveru með eldri dóttur sinni. Þá hafi hann unnið sér inn réttinn til að keyra sinn eigin leigubíl og þau hafi verið byrjuð að skoða bíla til þess. „Hann var rosalega spenntur fyrir þessu að geta unnið fyrir sjálfan sig.“ Í gærkvöldi var birt nýtt myndefni úr öryggismyndavélum af Jóni Þresti og fjallað um mál hans í sjónvarpi. Fjöldi ábendinga barst lögreglunni ytra í kjölfarið.www.rte.ie/bosco/components/player/iframe.html?clipid=11007015&autostart=false' width='614'> Lögreglan á Íslandi hefur þá veitt Írsku lögreglunni aðstoð sína en málið er á forræði lögreglunnar úti. „Við höfum gert allt það sem við getum til að útvega gögn sem þeir telja nauðsynlegt að hafa við sínar aðgerðir,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum líka verið í nánast daglegum samskiptum við þá síðan að þetta mál kemur upp.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00