Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Þrýstingur hefur verið á framlegð Haga undanfarið. Fréttablaðið/Sigtryggur Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira