Handbolti

Spennan aldrei meiri í Olísdeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Spennan hefur ekki verið meiri í efstu deild karla í handbolta í ellefu ár.

Eftir 16 umferðir af 22 eru Haukar efstir með 25 stig og svo koma þrjú lið; Valur, Selfoss og FH, með 24 stig.

„Það er alveg ljóst að það er blóðug barátta fram undan,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, við Guðjón Guðmundsson.

„Deildin er bara ótrúlega jöfn og mikið eftir ennþá, það á mikið eftir að gerast.“

Síðan úrslitakeppnin var tekin upp fyrir ellefu árum hefur aldrei munað eins litlu á fyrsta og fjórða sæti eftir 16 umferðir.

„Gæðin í deildinni eru mjög góð í ár og mörg góð lið. Auðvitað hjálpar það til að vera búinn að halda þessum strákum lengur heima og það skilar gæðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×