Börnum í íslensku samfélagi mismunað Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:00 Margrét Júlía Rafnsdóttir. „Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
„Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira