Handbolti

Birkir í tveggja leikja bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir Benediktsson
Birkir Benediktsson Vísir/Eyþór
Birkir Benediktsson, leikmaður Aftureldingar í Olísdeild karla, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ.

Birkir fékk rautt spjald undir lokin á bikarleik Aftureldingar og FH á dögunum fyrir brot á Bjarna Ófeigi Valdimarssyni.

Í úrskurði aganefndar segir „Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a) með hliðsjón af atvikum. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar þann 26. febrúar og frestað um sólarhring skv. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Greinargerð barst frá Aftureldingu um málið. Aganefnd hefur skoðað gögn málsins, þ.m.t. myndbandsupptöku af atvikinu og telur brotið réttilega heimfært undir reglu 8:6 a).“

Birkir missir því af leik Aftureldingar og Vals í Olísdeildinni annað kvöld sem og heimsókn Mosfellinga í Kaplakrika þaðð 17. mars.

Þá var Elías Bóasson, leikmaður ÍR, dæmdur í eins leiks bann fyrir brot hans í bikarleik ÍR og ÍBV. Hann verður því ekki með ÍR gegn KA í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×