Frábært tækifæri Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 09:51 Söngkonan Dísella Lárusdóttir kemur fram í Salnum í viðtalstónleikaröðinni Da Capo, laugardaginn 2. mars klukkan 14. Fréttablaðið/Stefán Í haust syngur Dísella Lárusdóttir stærsta hlutverk sitt í Metropolitanóperunni til þessa. Syngur í óperu eftir Philip Glass. Er á faraldsfæti þetta árið. Söngkonan Dísella Lárusdóttir kemur fram í Salnum í viðtalstónleikaröðinni Da Capo, laugardaginn 2. mars klukkan 14. Þar mun Gunnar Guðbjörnsson ræða við hana um feril hennar og hún syngur við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. „Ég mun syngja þrjár aríur og svo syngur maðurinn minn jafnvel með mér dúett í lokin. Það er gaman að fá að vera í hópi þeirra listamanna sem taka þátt í þessari tónleikaröð,“ segir Dísella.Stórt hlutverk á Ítalíu Dísella verður á faraldsfæti þetta árið. Í mars liggur leiðin til New York þar sem hún æfir óperu Mozarts La Clemenza di Tito í Metropolitan-óperunni. Dísella þreytti frumraun sína hjá Metropolitanóperunni árið 2013 og síðan þá hefur hún sungið þar í tíu öðrum óperuuppfærslum, auk þess sem hún hefur verið staðgengill í fjölmörgum öðrum uppfærslum. „Ég mun svo syngja Perse phone, sem er ný ópera eftir Silviu Colasanti sem flutt verður á Spoleto Festival dei due Mondi tónlistarhátíðinni á Ítalíu í sumar. Ég veit lítið um þessa óperu þar sem hún er enn í smíðum. Ég er þarna í stóru hlutverki en vil sem minnst um það tala á þessu stigi þar sem ég hef ekki enn fengið nóturnar,“ segir Dísella. Í september tekur hún þátt í stórtónleikum hér á landi sem Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún eru að undirbúa í Hörpu. „Það er eiginlega ekki tímabært að segja meira í bili en þetta verður tilkynnt nánar síðar. Það má samt segja að þetta verður skemmtilegt og spennandi verkefni sem mun fara fram í Eldborg.“Stolt af því að vinna þarna Í haust liggur svo leiðin aftur til Metropolitan-óperunnar en þá mun Dísella syngja stærsta hlutverk sitt í óperunni þar til þessa. Óperan heitir Akhnaten og er eftir Philip Glass en Dísella mun fara með hlutverk móður Akhatens, Queen Tye. „Þetta er frábært tækifæri, ég er óskaplega þakklát og hlakka afskaplega mikið til,“ segir Dísella. Frumsýning er 8. nóvember og sýningar verða átta talsins. Spurð hvernig sé að vinna í Metropolitan-óperunni segir hún: „Þetta er besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Ég er stolt af því að vinna þarna. Fólkið er dásamlegt, það tekur vel á móti mér og alltaf kynnist ég nýjum listamönnum. Mér líður mjög vel í þessu húsi og það er gaman hversu mörg verkefni ég fæ þarna. Ég finn að ég er vel metin.“ Dísella býr með eiginmanni og tveimur sonum í Grafarvogi. „Ræturnar eru hér á landi, hér vil ég búa, og svo þarf ég stundum að skreppa í mánuð eða kannski tvo. Ég er eins og sjóari,“ segir hún. „Auðvitað er það erfitt en ég held að það taki meira á mig en strákana mína. Maðurinn minn, Bragi Jónsson, er alveg frábær og þetta hefur gengið upp. Við tökum eitt ár í einu. Það er gríðarlega mikið að gera á þessu ári en ég veit ekki hvað gerist eftir það.“ Menning Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í haust syngur Dísella Lárusdóttir stærsta hlutverk sitt í Metropolitanóperunni til þessa. Syngur í óperu eftir Philip Glass. Er á faraldsfæti þetta árið. Söngkonan Dísella Lárusdóttir kemur fram í Salnum í viðtalstónleikaröðinni Da Capo, laugardaginn 2. mars klukkan 14. Þar mun Gunnar Guðbjörnsson ræða við hana um feril hennar og hún syngur við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. „Ég mun syngja þrjár aríur og svo syngur maðurinn minn jafnvel með mér dúett í lokin. Það er gaman að fá að vera í hópi þeirra listamanna sem taka þátt í þessari tónleikaröð,“ segir Dísella.Stórt hlutverk á Ítalíu Dísella verður á faraldsfæti þetta árið. Í mars liggur leiðin til New York þar sem hún æfir óperu Mozarts La Clemenza di Tito í Metropolitan-óperunni. Dísella þreytti frumraun sína hjá Metropolitanóperunni árið 2013 og síðan þá hefur hún sungið þar í tíu öðrum óperuuppfærslum, auk þess sem hún hefur verið staðgengill í fjölmörgum öðrum uppfærslum. „Ég mun svo syngja Perse phone, sem er ný ópera eftir Silviu Colasanti sem flutt verður á Spoleto Festival dei due Mondi tónlistarhátíðinni á Ítalíu í sumar. Ég veit lítið um þessa óperu þar sem hún er enn í smíðum. Ég er þarna í stóru hlutverki en vil sem minnst um það tala á þessu stigi þar sem ég hef ekki enn fengið nóturnar,“ segir Dísella. Í september tekur hún þátt í stórtónleikum hér á landi sem Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún eru að undirbúa í Hörpu. „Það er eiginlega ekki tímabært að segja meira í bili en þetta verður tilkynnt nánar síðar. Það má samt segja að þetta verður skemmtilegt og spennandi verkefni sem mun fara fram í Eldborg.“Stolt af því að vinna þarna Í haust liggur svo leiðin aftur til Metropolitan-óperunnar en þá mun Dísella syngja stærsta hlutverk sitt í óperunni þar til þessa. Óperan heitir Akhnaten og er eftir Philip Glass en Dísella mun fara með hlutverk móður Akhatens, Queen Tye. „Þetta er frábært tækifæri, ég er óskaplega þakklát og hlakka afskaplega mikið til,“ segir Dísella. Frumsýning er 8. nóvember og sýningar verða átta talsins. Spurð hvernig sé að vinna í Metropolitan-óperunni segir hún: „Þetta er besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Ég er stolt af því að vinna þarna. Fólkið er dásamlegt, það tekur vel á móti mér og alltaf kynnist ég nýjum listamönnum. Mér líður mjög vel í þessu húsi og það er gaman hversu mörg verkefni ég fæ þarna. Ég finn að ég er vel metin.“ Dísella býr með eiginmanni og tveimur sonum í Grafarvogi. „Ræturnar eru hér á landi, hér vil ég búa, og svo þarf ég stundum að skreppa í mánuð eða kannski tvo. Ég er eins og sjóari,“ segir hún. „Auðvitað er það erfitt en ég held að það taki meira á mig en strákana mína. Maðurinn minn, Bragi Jónsson, er alveg frábær og þetta hefur gengið upp. Við tökum eitt ár í einu. Það er gríðarlega mikið að gera á þessu ári en ég veit ekki hvað gerist eftir það.“
Menning Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira