Rúnar: Er ekki best að segja bara sem minnst? Víkingur Goði skrifar 28. febrúar 2019 21:56 Rúnar á hliðarlínunni í vetur. vísir/bára Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið sem ekkert tjá sig um dómgæsluna í leik Stjörnunnar og Hauka í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum en undir lokin voru leikmenn Stjörnunnar ekki sáttir með dómarateymið. „Við misstum smá línuna bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum, bara í smá kafla. Haukarnir refsuðu fyrir það, í byrjun seinni hálfleiks aðallega. Það komu smá kaflar þarna á milli sem ollu þess að við náðum ekki að vinna leikinn,” sagði Rúnar um hvað kostaði tvö stigin í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn vel og staðan var jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki jafn góður hjá Stjörnunni fannst Rúnari. „Við vorum að spila fínan bolta. Við vorum góðir í vörn. Lengst yfir vorum við að ná að tækla þá og láta þá hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega vorum við að spila okkur fría.” „Það vantaði kannski aðeins uppá nýtinguna til að vera með forskotið í hálfleik. Við misstum kannski smá línuna í lok fyrri hálfleiks. Tvær síðustu sóknirnar voru ekki nógu góðar. Það má ekki gera mörg mistök á móti liði eins og Haukum, það er bara þannig.” Ragnar Snær Njálsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Ragnar byrjaði inná í tvist í vörninni og spilaði liggur við allar varnir Stjörnunnar í leiknum. Rúnar var mjög ánægður með komu Ragnars í liðið. „Hann var bara veggur. Það var frábært að fá hann og gaman að sjá hann. Þetta er akkúrat það sem við þurftum, vítamínsprauta fyrir okkur.” „Það er auðvitað súrt fyrir okkur að fá ekkert úr þessum leik miðað við hvernig staðan er í deildinni. Við verðum hinsvegar að taka það með sem var jákvætt hérna í kvöld. Sérstaklega innkoma Ragnars, hann þétti vörnina gríðarlega mikið. Eftir tvær og hálfa viku þegar deildin byrjar aftur verðum við betri en í dag.” Þetta var sjötti leikur Stjörnunnar í röð þar sem þeir ná ekki í sigur. Rúnar hefur samt mikla trú á að liðið komist í úrslitakeppni. „Við horfum líka á það að við erum búnir að spila við topp liðin. Við vorum ekki að standa okkur nógu vel á móti þeim. Við vorum ekki að sýna nógu góðan leik. Þetta er í fyrsta skipti í kvöld í langan tíma sem ég er sáttur með hvernig við spilum að mörgu leyti. Þetta er skref uppá við, þetta var miklu betra heldur en á móti KA og þetta er eitthvað til að byggja á.” Leikmennirnir þínir voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna á lokasekúndunum hvað fannst þér um það atvik? „Er ekki best að segja bara sem minnst?” Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið sem ekkert tjá sig um dómgæsluna í leik Stjörnunnar og Hauka í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum en undir lokin voru leikmenn Stjörnunnar ekki sáttir með dómarateymið. „Við misstum smá línuna bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum, bara í smá kafla. Haukarnir refsuðu fyrir það, í byrjun seinni hálfleiks aðallega. Það komu smá kaflar þarna á milli sem ollu þess að við náðum ekki að vinna leikinn,” sagði Rúnar um hvað kostaði tvö stigin í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn vel og staðan var jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki jafn góður hjá Stjörnunni fannst Rúnari. „Við vorum að spila fínan bolta. Við vorum góðir í vörn. Lengst yfir vorum við að ná að tækla þá og láta þá hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega vorum við að spila okkur fría.” „Það vantaði kannski aðeins uppá nýtinguna til að vera með forskotið í hálfleik. Við misstum kannski smá línuna í lok fyrri hálfleiks. Tvær síðustu sóknirnar voru ekki nógu góðar. Það má ekki gera mörg mistök á móti liði eins og Haukum, það er bara þannig.” Ragnar Snær Njálsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Ragnar byrjaði inná í tvist í vörninni og spilaði liggur við allar varnir Stjörnunnar í leiknum. Rúnar var mjög ánægður með komu Ragnars í liðið. „Hann var bara veggur. Það var frábært að fá hann og gaman að sjá hann. Þetta er akkúrat það sem við þurftum, vítamínsprauta fyrir okkur.” „Það er auðvitað súrt fyrir okkur að fá ekkert úr þessum leik miðað við hvernig staðan er í deildinni. Við verðum hinsvegar að taka það með sem var jákvætt hérna í kvöld. Sérstaklega innkoma Ragnars, hann þétti vörnina gríðarlega mikið. Eftir tvær og hálfa viku þegar deildin byrjar aftur verðum við betri en í dag.” Þetta var sjötti leikur Stjörnunnar í röð þar sem þeir ná ekki í sigur. Rúnar hefur samt mikla trú á að liðið komist í úrslitakeppni. „Við horfum líka á það að við erum búnir að spila við topp liðin. Við vorum ekki að standa okkur nógu vel á móti þeim. Við vorum ekki að sýna nógu góðan leik. Þetta er í fyrsta skipti í kvöld í langan tíma sem ég er sáttur með hvernig við spilum að mörgu leyti. Þetta er skref uppá við, þetta var miklu betra heldur en á móti KA og þetta er eitthvað til að byggja á.” Leikmennirnir þínir voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna á lokasekúndunum hvað fannst þér um það atvik? „Er ekki best að segja bara sem minnst?”
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15