Prjónahjón í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2019 19:45 Hjónin Sigríður og Gústaf í Hveragerði sitja ekki auðum höndum því það skemmtilegasta sem þau gera er að prjóna saman. Gústaf sem nýtur leiðsagnar konu sinnar en er þó orðin ótrúlega liðtækur með prjónana. Hjónin prjóna meðal annars 140 pör af vettlingum fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar, auk þess að prjóna fyrir Rauða krossinn. Í húsinu við Heiðarbrún 1 í Hveragerði búa hjónin Gústaf S. Jónasson frá Kjóastöðum í Biskupstungum, 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun í Hveragerði. Þau eru dugleg að gera hlutina saman, hafa t.d. heimsótt um 50 lönd út um allan heim og svo eiga þau gæðastundir heima í stofu þar sem þau sitja og prjóna. Gústaf byrjaði að prjóna þegar hann hætti að vinna. „Mér líkar mjög vel að prjóna, það auðveldasta við prjónaskapinn eins og beint prjón, ég er lítið í munsturprjóni og ekkert eiginlega, konan sér um að gera munstur og setja í ermar og svona“. Gústaf segist ekki þekkja neina karla á aldur við sig sem prjóna og hann skammast sín ekkert fyrir prjónaskapinn, hann er stoltur að kunna að prjóna, enda segist hann ekki prjóna í laumi. „Nei, nei, mér er alveg sama, þú horfir á mig“, segir hann skellihlæjandi. Gústaf sem er 77 ára er liðtækur með prjónana og segir fátt skemmtilegra en að prjóna eftir að hann hætti að vinna.Magnús HlynurSigríður er ánægð með sinn mann í prjónaskapnum. „Það er svo fallegt það sem hann prjónar því hann prjónar svo jafnt. En ef það er eitthvað þá rek ég upp eftir hann ef ég sé einhverja vitleysu, ég gef honum það ekkert eftir“, segir Sigríður. Að prjóna vettlinga fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík er eitt af því skemmtilegra sem hjónin gera en þangað fara að jafnaði 140 pör á ári. Þau prjóna líka mikið fyrir Rauða krossinn. Sigríður segist vera mjög stolt af Gústaf og hans prjónaskap. „Já, já, ég er það, það er nú eiginlega ekkert annað hægt, ég er mjög stolt“, og bætir við að prjónaskapurinn dragi ekki úr rómantíkinni á heimilinu, þau séu allavega að gera sömu hlutina.Gæðastund þeirra Gústafs og Sigríðar er þegar þau sitja saman inn í stofu og prjóna um leið og þau spjalla saman, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Hveragerði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Hjónin Sigríður og Gústaf í Hveragerði sitja ekki auðum höndum því það skemmtilegasta sem þau gera er að prjóna saman. Gústaf sem nýtur leiðsagnar konu sinnar en er þó orðin ótrúlega liðtækur með prjónana. Hjónin prjóna meðal annars 140 pör af vettlingum fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar, auk þess að prjóna fyrir Rauða krossinn. Í húsinu við Heiðarbrún 1 í Hveragerði búa hjónin Gústaf S. Jónasson frá Kjóastöðum í Biskupstungum, 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun í Hveragerði. Þau eru dugleg að gera hlutina saman, hafa t.d. heimsótt um 50 lönd út um allan heim og svo eiga þau gæðastundir heima í stofu þar sem þau sitja og prjóna. Gústaf byrjaði að prjóna þegar hann hætti að vinna. „Mér líkar mjög vel að prjóna, það auðveldasta við prjónaskapinn eins og beint prjón, ég er lítið í munsturprjóni og ekkert eiginlega, konan sér um að gera munstur og setja í ermar og svona“. Gústaf segist ekki þekkja neina karla á aldur við sig sem prjóna og hann skammast sín ekkert fyrir prjónaskapinn, hann er stoltur að kunna að prjóna, enda segist hann ekki prjóna í laumi. „Nei, nei, mér er alveg sama, þú horfir á mig“, segir hann skellihlæjandi. Gústaf sem er 77 ára er liðtækur með prjónana og segir fátt skemmtilegra en að prjóna eftir að hann hætti að vinna.Magnús HlynurSigríður er ánægð með sinn mann í prjónaskapnum. „Það er svo fallegt það sem hann prjónar því hann prjónar svo jafnt. En ef það er eitthvað þá rek ég upp eftir hann ef ég sé einhverja vitleysu, ég gef honum það ekkert eftir“, segir Sigríður. Að prjóna vettlinga fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík er eitt af því skemmtilegra sem hjónin gera en þangað fara að jafnaði 140 pör á ári. Þau prjóna líka mikið fyrir Rauða krossinn. Sigríður segist vera mjög stolt af Gústaf og hans prjónaskap. „Já, já, ég er það, það er nú eiginlega ekkert annað hægt, ég er mjög stolt“, og bætir við að prjónaskapurinn dragi ekki úr rómantíkinni á heimilinu, þau séu allavega að gera sömu hlutina.Gæðastund þeirra Gústafs og Sigríðar er þegar þau sitja saman inn í stofu og prjóna um leið og þau spjalla saman, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp.
Hveragerði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira