Mickelson kóngurinn á Pebble Beach Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2019 11:30 Mickelson kátur á Pebble Beach. vísir/getty Phil Mickelson fór ekkert á taugum er hann þurfti að leika lokaholurnar á Pebble Beach í gær og vann AT&T-mótið í fimmta sinn á ferlinum. Lélegt skyggni hamlaði því að hægt væri að ljúka mótinu á sunnudag og það var því klárað í gær. Mickelson var með þriggja högga forskot á Paul Casey og átti aðeins eftir að spila tvær holur. Hann setti niður fyrir fugli á lokaholunni og vann mótið með þriggja högga mun eftir allt saman. Hinn 48 ára gamli Mickelson hefur nú unnið 44 mót á PGA-mótaröðinni en 28 ár eru síðan hann vann sinn fyrsta mót. Það stefnir í ár gömlu mannanna en þessi sigur Mickelson gerir það að verkum að það er styttra síðan hann og Tiger Woods unnu mót en Jordan Spieth og Rory McIlroy. „Ég held að við Tiger eigum eftir að eiga verulega gott ár,“ sagði Mickelson brattur. Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Phil Mickelson fór ekkert á taugum er hann þurfti að leika lokaholurnar á Pebble Beach í gær og vann AT&T-mótið í fimmta sinn á ferlinum. Lélegt skyggni hamlaði því að hægt væri að ljúka mótinu á sunnudag og það var því klárað í gær. Mickelson var með þriggja högga forskot á Paul Casey og átti aðeins eftir að spila tvær holur. Hann setti niður fyrir fugli á lokaholunni og vann mótið með þriggja högga mun eftir allt saman. Hinn 48 ára gamli Mickelson hefur nú unnið 44 mót á PGA-mótaröðinni en 28 ár eru síðan hann vann sinn fyrsta mót. Það stefnir í ár gömlu mannanna en þessi sigur Mickelson gerir það að verkum að það er styttra síðan hann og Tiger Woods unnu mót en Jordan Spieth og Rory McIlroy. „Ég held að við Tiger eigum eftir að eiga verulega gott ár,“ sagði Mickelson brattur.
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira