Nýtt lið í úrslitum um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 13. febrúar 2019 14:30 Fulltrúar liðanna fjögurra í úrslitunum. Frá vinstri talið: Kristen Denise McCarthy (Snæfelli), Guðbjörg Sverrisdóttir (Val), Danielle Victoria Rodriguez (Stjörnunni) og Sóllilja Bjarnadóttir (Breiðabliki). Mynd/KKÍ Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Geysisbikar kvenna í körfubolta. Þá mætast annars vegar Breiðablik og Stjarnan og hins vegar Valur og Snæfell. Ljóst er að allavega eitt lið mun leika til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. Valur, sem lék til úrslita árið 2013 og laut þá í lægra haldi fyrir Keflavík, mætir Snæfelli sem er eina liðið af þessum fjórum sem þekkir það að vinna bikarmeistaratitil. Það gerðist árið 2016. Þá var Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar, en nú er Baldur í brúnni hjá Snæfellsliðinu. „Það er mikill heiður að fá að stýra Snæfelli í bikarúrslitum og það eru forréttindi að fá að spila þennan leik. Við erum að fara að leika við mjög öflugan andstæðing sem verður erfitt að leggja að velli,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið um leikinn í kvöld.Mynd/KKÍ„Í þeim leikjum þar sem við höfum farið eftir því leikplani sem sett hefur verið upp hefur okkur gengið vel. Þegar þú mætir jafn sterku liði og Valur er, þá er ofboðslega mikilvægt að fara eftir leikplaninu. Það verður lykillinn að sigrinum. Snæfell er mikill körfuboltabær og ég er viss um að bæjarbúar munu fjölmenna og styðja okkur til sigurs.“ Valur mætir í þennan leik með blússandi sjálfstraust, en liðið hefur haft betur í síðustu tíu leikjum sínum og fann síðast fyrir þeirri tilfinningu að tapa leik í lok nóvember á síðasta ári. Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, segir hins vegar að það verði dagsform og baráttuandi sem muni ráða úrslitum. „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og það er fátt annað sem hefur komist að í huga mér undanfarna daga. Ég mæti til vinnu og reyni að einbeita mér þar, en ég er mestmegnis að hugsa um þennan leik og leiðir til þess að vinna hann. Þetta mun ráðast af því hvaða lið mætir betur stemmt til leiks, nær upp betri baráttu og hittir á betri dag. Ég finn fyrir mikilli stemmingu og samhug í þá átt að fara alla leið og vinna bikarinn í fyrsta skipti í sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um verkefnið.Mynd/KKÍHinum megin eru það nýliðar sem mætast og leika til bikarúrslita. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur, en Stjarnan er að berjast um að komast í úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar á meðan Blikar verma botnsætið. Bæði Sóllilja Bjarnadóttir, leikmaður Breiðabliks, og Danielle Rodriguez, leikstjórnandi Stjörnunnar, voru aftur á móti sammála um að það sem á undan hefði gengið í vetur skipti engu máli í þessum leik. „Þó svo að það hafi gengið illa í vetur finnst okkur við hafa spilað á köflum vel og eiga meira skilið. Við förum fullar sjálfstrausts inn í þennan leik og höfum trú á að við getum unnið. Ég hef áður farið í höllina með Val í meistaraflokki og það er sterkur kjarni leikmanna í hópnum sem hefur orðið bikarmeistarar í yngri flokkum. Við erum því vanar þessari umgjörð og stærð leikjanna og það verður ekkert vesen að höndla verkefnið,“ segir Sóllilja. „Það er mikill spenningur í öllu félaginu þar sem bæði kvenna- og karlaliðin eru í undanúrslitum og svo einnig nokkrir yngri flokkar. Við höfum aldrei komist alla leið í úrslitin og ég hef aldrei áður leikið bikarúrslitaleik þannig að eftirvæntingin er mikil. Þetta verður hörkuleikur og staða liðanna í deildinni skiptir engu máli. Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna,“ segir Danielle Rodriguez. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Geysisbikar kvenna í körfubolta. Þá mætast annars vegar Breiðablik og Stjarnan og hins vegar Valur og Snæfell. Ljóst er að allavega eitt lið mun leika til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. Valur, sem lék til úrslita árið 2013 og laut þá í lægra haldi fyrir Keflavík, mætir Snæfelli sem er eina liðið af þessum fjórum sem þekkir það að vinna bikarmeistaratitil. Það gerðist árið 2016. Þá var Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar, en nú er Baldur í brúnni hjá Snæfellsliðinu. „Það er mikill heiður að fá að stýra Snæfelli í bikarúrslitum og það eru forréttindi að fá að spila þennan leik. Við erum að fara að leika við mjög öflugan andstæðing sem verður erfitt að leggja að velli,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið um leikinn í kvöld.Mynd/KKÍ„Í þeim leikjum þar sem við höfum farið eftir því leikplani sem sett hefur verið upp hefur okkur gengið vel. Þegar þú mætir jafn sterku liði og Valur er, þá er ofboðslega mikilvægt að fara eftir leikplaninu. Það verður lykillinn að sigrinum. Snæfell er mikill körfuboltabær og ég er viss um að bæjarbúar munu fjölmenna og styðja okkur til sigurs.“ Valur mætir í þennan leik með blússandi sjálfstraust, en liðið hefur haft betur í síðustu tíu leikjum sínum og fann síðast fyrir þeirri tilfinningu að tapa leik í lok nóvember á síðasta ári. Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, segir hins vegar að það verði dagsform og baráttuandi sem muni ráða úrslitum. „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og það er fátt annað sem hefur komist að í huga mér undanfarna daga. Ég mæti til vinnu og reyni að einbeita mér þar, en ég er mestmegnis að hugsa um þennan leik og leiðir til þess að vinna hann. Þetta mun ráðast af því hvaða lið mætir betur stemmt til leiks, nær upp betri baráttu og hittir á betri dag. Ég finn fyrir mikilli stemmingu og samhug í þá átt að fara alla leið og vinna bikarinn í fyrsta skipti í sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um verkefnið.Mynd/KKÍHinum megin eru það nýliðar sem mætast og leika til bikarúrslita. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur, en Stjarnan er að berjast um að komast í úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar á meðan Blikar verma botnsætið. Bæði Sóllilja Bjarnadóttir, leikmaður Breiðabliks, og Danielle Rodriguez, leikstjórnandi Stjörnunnar, voru aftur á móti sammála um að það sem á undan hefði gengið í vetur skipti engu máli í þessum leik. „Þó svo að það hafi gengið illa í vetur finnst okkur við hafa spilað á köflum vel og eiga meira skilið. Við förum fullar sjálfstrausts inn í þennan leik og höfum trú á að við getum unnið. Ég hef áður farið í höllina með Val í meistaraflokki og það er sterkur kjarni leikmanna í hópnum sem hefur orðið bikarmeistarar í yngri flokkum. Við erum því vanar þessari umgjörð og stærð leikjanna og það verður ekkert vesen að höndla verkefnið,“ segir Sóllilja. „Það er mikill spenningur í öllu félaginu þar sem bæði kvenna- og karlaliðin eru í undanúrslitum og svo einnig nokkrir yngri flokkar. Við höfum aldrei komist alla leið í úrslitin og ég hef aldrei áður leikið bikarúrslitaleik þannig að eftirvæntingin er mikil. Þetta verður hörkuleikur og staða liðanna í deildinni skiptir engu máli. Við verðum að eiga toppleik til þess að vinna,“ segir Danielle Rodriguez.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum