Baráttan er eins og að vilja ekki bólusetja börn Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Líkja má afstöðu forkólfa verkalýðsfélaga sem kalla eftir ríkulegum launahækkunum við foreldra sem neita að bólusetja börn sín. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera vel meinandi. Foreldrar sem hafa tekið þá afstöðu óska börnum sínum alls hins besta og vilja allt fyrir þau gera. Þeir óttast einfaldlega að bólusetning geti leitt til einhverfu. Það kann að vera skiljanlegt. Foreldrarnir telja orsakasamhengið skýrt: Ungbarn var bólusett fyrir alvarlegum sjúkdómum, það veiktist í kjölfarið og skömmu síðar uppgötvast að barnið er einhverft. Vísindamenn hafa blessunarlega hrakið að bólusetningar valdi einhverfu. Staðreynd málsins er að skömmu eftir bólusetningu eru börn á þeim aldri að hægt er að greina einhverfu. Það eru því engin tengsl þar á milli. Langflestir foreldrar skilja og treysta rökum vísindamannanna en það er hópur sem skellir skollaeyrum við staðreyndum málsins. Fyrrnefndir verkalýðsforingjar eru sama marki brenndir. Þeir vilja launafólki vel og berjast fyrir það með kjafti og klóm. Leiðin er skýr: Til að bæta kjör launafólks þarf að hækka laun verulega. Það er skiljanlegt sjónarmið. Vandinn er sá að þar er litið fram hjá samhengi hlutanna. Margir af helstu sérfræðingum landsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu og Seðlabankanum, hafa stigið fram og bent á að leiðin að bættum kjörum sé ekki svo einföld. Fyrirtæki geta almennt ekki hækkað laun verulega umfram verðmætaaukningu án þess að verðbólgan fari á flug og starfsfólki sé sagt upp. Þessi aðferð stjórnenda verkalýðsfélaga er margreynd og hefur ætíð misheppnast. Hún stefnir velferð flestra launamanna í hættu. Fari verðbólgan á skrið, hækkar verðlag og krónan fellur sem dregur enn frekar úr kaupmætti og eykur verðbólgu, stýrivextir hækka og húsnæðis- og bílalán landsmanna rjúka upp. Veruleg verðbólga dregur einnig úr fjárfestingum fyrirtækja sem bitnar á hagkvæmni í rekstri, samkeppnishæfni þeirra og getu til að hækka laun þegar fram í sækir. Að ógleymdu því að verðbólga rýrir sparnað. Landsmenn munu því sitja eftir með sárt ennið. Rétt eins og óbólusett barn í mislingafaraldi. Landsmenn munu njóta góðs af auknum kaupmætti og til að auka hann þarf stöðugleika í víðum skilningi, eins leiðinlegt og það kann að hljóma í eyrum baráttumanna. Hér er átt við verðlag, launakjör, regluverk og gengi krónu. Það er kjörlendi til að fjárfesta í aukinni hagkvæmni sem stuðlað getur að blómlegu samfélagi og hærri launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Líkja má afstöðu forkólfa verkalýðsfélaga sem kalla eftir ríkulegum launahækkunum við foreldra sem neita að bólusetja börn sín. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera vel meinandi. Foreldrar sem hafa tekið þá afstöðu óska börnum sínum alls hins besta og vilja allt fyrir þau gera. Þeir óttast einfaldlega að bólusetning geti leitt til einhverfu. Það kann að vera skiljanlegt. Foreldrarnir telja orsakasamhengið skýrt: Ungbarn var bólusett fyrir alvarlegum sjúkdómum, það veiktist í kjölfarið og skömmu síðar uppgötvast að barnið er einhverft. Vísindamenn hafa blessunarlega hrakið að bólusetningar valdi einhverfu. Staðreynd málsins er að skömmu eftir bólusetningu eru börn á þeim aldri að hægt er að greina einhverfu. Það eru því engin tengsl þar á milli. Langflestir foreldrar skilja og treysta rökum vísindamannanna en það er hópur sem skellir skollaeyrum við staðreyndum málsins. Fyrrnefndir verkalýðsforingjar eru sama marki brenndir. Þeir vilja launafólki vel og berjast fyrir það með kjafti og klóm. Leiðin er skýr: Til að bæta kjör launafólks þarf að hækka laun verulega. Það er skiljanlegt sjónarmið. Vandinn er sá að þar er litið fram hjá samhengi hlutanna. Margir af helstu sérfræðingum landsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu og Seðlabankanum, hafa stigið fram og bent á að leiðin að bættum kjörum sé ekki svo einföld. Fyrirtæki geta almennt ekki hækkað laun verulega umfram verðmætaaukningu án þess að verðbólgan fari á flug og starfsfólki sé sagt upp. Þessi aðferð stjórnenda verkalýðsfélaga er margreynd og hefur ætíð misheppnast. Hún stefnir velferð flestra launamanna í hættu. Fari verðbólgan á skrið, hækkar verðlag og krónan fellur sem dregur enn frekar úr kaupmætti og eykur verðbólgu, stýrivextir hækka og húsnæðis- og bílalán landsmanna rjúka upp. Veruleg verðbólga dregur einnig úr fjárfestingum fyrirtækja sem bitnar á hagkvæmni í rekstri, samkeppnishæfni þeirra og getu til að hækka laun þegar fram í sækir. Að ógleymdu því að verðbólga rýrir sparnað. Landsmenn munu því sitja eftir með sárt ennið. Rétt eins og óbólusett barn í mislingafaraldi. Landsmenn munu njóta góðs af auknum kaupmætti og til að auka hann þarf stöðugleika í víðum skilningi, eins leiðinlegt og það kann að hljóma í eyrum baráttumanna. Hér er átt við verðlag, launakjör, regluverk og gengi krónu. Það er kjörlendi til að fjárfesta í aukinni hagkvæmni sem stuðlað getur að blómlegu samfélagi og hærri launum.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun