Veik króna refsaði IKEA á metsöluári Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Þrátt fyrir metveltu á síðasta rekstrarári dróst hagnaður IKEA saman um nærri helming. Gengisfalli krónunnar er kennt um. Fréttablaðið/Ernir „Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira