Veik króna refsaði IKEA á metsöluári Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Þrátt fyrir metveltu á síðasta rekstrarári dróst hagnaður IKEA saman um nærri helming. Gengisfalli krónunnar er kennt um. Fréttablaðið/Ernir „Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
„Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira