Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 11:58 María Ressa rekur fréttasíðuna Rappler sem hefur verið gagnrýnin á blóðugt fíkniefnastríð Duterte forseta. Vísir/EPA Lögreglan á Flippseyjum handtók Maríu Ressa, forstjóra fréttavefsíðunnar Rappler, í dag. Vefsíðan hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rordrigo Duterte forseta og fullyrðir Ressa að ásakanir á hendur henni séu tilraunir hans til að þagga niður í vefsíðunni. Yfirvöld hafa ákært Ressa fyrir meinta glæpi eins og skattaundanskot og meiðyrði á netinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún var handtekin í höfuðstöðvum fjölmiðilsins í höfuðborginni Maníla. Fréttamenn Rappler streymdu handtökunni beint á Facebook og Twitter þar til lögreglumenn skipuðu þeim að hætta. Handtakan nú er sögð hafa verið gerð vegna fréttar miðilsins um meint tengsl athafnamanns við fyrrverandi dómara við hæstarétt landsins sem birtist í maí árið 2012. Ákæran er byggð á lögum um meiðyrði á netinu sem tók gildi í september það ár. Rappler hefur verið gagnrýnin á blóðugt stríð Duterte gegn fíkniefnum. Þúsundir manna hafa verið drepnir í forsetatíð hans. Lögreglan hefur verið sökuð um að taka glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Ressa var á meðal einstaklinga ársins hjá tímaritinu Time fyrir árið 2018 ásamt fleiri blaðamönnum víða um heim.The arrest warrant vs Maria Ressa is being served at the Rappler HQ now, an officer part of the serving party who introduced himself to be part of the NBI tried to prohibit me from taking videos — WHICH IS PART OF MY JOB pic.twitter.com/TElJzSjJer— Aika Rey (@reyaika) February 13, 2019 Filippseyjar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Lögreglan á Flippseyjum handtók Maríu Ressa, forstjóra fréttavefsíðunnar Rappler, í dag. Vefsíðan hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rordrigo Duterte forseta og fullyrðir Ressa að ásakanir á hendur henni séu tilraunir hans til að þagga niður í vefsíðunni. Yfirvöld hafa ákært Ressa fyrir meinta glæpi eins og skattaundanskot og meiðyrði á netinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún var handtekin í höfuðstöðvum fjölmiðilsins í höfuðborginni Maníla. Fréttamenn Rappler streymdu handtökunni beint á Facebook og Twitter þar til lögreglumenn skipuðu þeim að hætta. Handtakan nú er sögð hafa verið gerð vegna fréttar miðilsins um meint tengsl athafnamanns við fyrrverandi dómara við hæstarétt landsins sem birtist í maí árið 2012. Ákæran er byggð á lögum um meiðyrði á netinu sem tók gildi í september það ár. Rappler hefur verið gagnrýnin á blóðugt stríð Duterte gegn fíkniefnum. Þúsundir manna hafa verið drepnir í forsetatíð hans. Lögreglan hefur verið sökuð um að taka glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Ressa var á meðal einstaklinga ársins hjá tímaritinu Time fyrir árið 2018 ásamt fleiri blaðamönnum víða um heim.The arrest warrant vs Maria Ressa is being served at the Rappler HQ now, an officer part of the serving party who introduced himself to be part of the NBI tried to prohibit me from taking videos — WHICH IS PART OF MY JOB pic.twitter.com/TElJzSjJer— Aika Rey (@reyaika) February 13, 2019
Filippseyjar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna