Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 12:18 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira