Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 12:18 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira