Vísindamenn NASA kveðja Opportunity Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 19:39 Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. Ekkert hefur spurst til Marsfarsins frá því að samband við það slitnaði í tröllauknum rykstormi síðasta sumar. Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Upprunalega átti verkefnið að taka einungis 90 daga en vísindamönnum NASA tókst að auka líftíma farsins til muna með því að láta það sofa, ef svo má að orði komast, á næturnar. Þá var Opportunity hannað til að ferðast um einn kílómetra en það hafði ferðast 45 kílómetra þegar samband við það slitnaði. Þrátt fyrir að Opportunity hafi verið á Mars í fimmtán ár kom fram á blaðamannafundi NASA í kvöld að rafhlöður farsins halda enn 85 prósentum af virkni þeirra. Einn vísindamaður sagði rafhlöðurnar þær háþróuðustu í sólkerfinu. Sambandið við könnunarjeppann rofnaði 10. júní. Þá var lítil hleðsla eftir á sólarrafhlöðu jeppans og rykstormurinn lokaði á allt sólarljós. Stormurinn náði þvert yfir reikistjörnuna þegar verst lét. Rúmlega þúsund tilraunir til að ná sambandið við farið á nýjan leik hafa ekki borið árangur og var síðasta tilraunin reynd í gær. Hér má sjá mynd frá NASA sem sýnir hvernig himinn leit út á Mars þegar rykstormurinn í fyrra var sem verstur. Myndin lengst til vinstri táknar hefðbundinn dag á Mars og myndin lengst til hægri táknar rykstorminn....and we watched the skies darken. Ultimately, it was the most intense dust storm in recorded Martian history that brought this epic mission to a close. https://t.co/Z2Z529ECI2#ThanksOppy pic.twitter.com/2Y241Qyeoz— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Humanity's greatest explorers aren't always human. Join us as we celebrate the achievements of @MarsRovers Opportunity at the completion of a 15 year mission: https://t.co/A8EtjA1zcm #ThanksOppy pic.twitter.com/SqwokCC0mb— NASA JPL (@NASAJPL) February 13, 2019 Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa tilkynnt að Marsfarið Opportunity er rafmagnslaust og ómögulegt sé að ná sambandið við farið á nýjan leik. Ekkert hefur spurst til Marsfarsins frá því að samband við það slitnaði í tröllauknum rykstormi síðasta sumar. Opportunity hefur rannsakað Mars undanfarin fimmtán ár og er langlífasta könnunarfar á yfirborði annars hnattar í sögunni. Upprunalega átti verkefnið að taka einungis 90 daga en vísindamönnum NASA tókst að auka líftíma farsins til muna með því að láta það sofa, ef svo má að orði komast, á næturnar. Þá var Opportunity hannað til að ferðast um einn kílómetra en það hafði ferðast 45 kílómetra þegar samband við það slitnaði. Þrátt fyrir að Opportunity hafi verið á Mars í fimmtán ár kom fram á blaðamannafundi NASA í kvöld að rafhlöður farsins halda enn 85 prósentum af virkni þeirra. Einn vísindamaður sagði rafhlöðurnar þær háþróuðustu í sólkerfinu. Sambandið við könnunarjeppann rofnaði 10. júní. Þá var lítil hleðsla eftir á sólarrafhlöðu jeppans og rykstormurinn lokaði á allt sólarljós. Stormurinn náði þvert yfir reikistjörnuna þegar verst lét. Rúmlega þúsund tilraunir til að ná sambandið við farið á nýjan leik hafa ekki borið árangur og var síðasta tilraunin reynd í gær. Hér má sjá mynd frá NASA sem sýnir hvernig himinn leit út á Mars þegar rykstormurinn í fyrra var sem verstur. Myndin lengst til vinstri táknar hefðbundinn dag á Mars og myndin lengst til hægri táknar rykstorminn....and we watched the skies darken. Ultimately, it was the most intense dust storm in recorded Martian history that brought this epic mission to a close. https://t.co/Z2Z529ECI2#ThanksOppy pic.twitter.com/2Y241Qyeoz— Spirit and Oppy (@MarsRovers) February 13, 2019 Humanity's greatest explorers aren't always human. Join us as we celebrate the achievements of @MarsRovers Opportunity at the completion of a 15 year mission: https://t.co/A8EtjA1zcm #ThanksOppy pic.twitter.com/SqwokCC0mb— NASA JPL (@NASAJPL) February 13, 2019
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Ekkert hefur spurst til Marsjeppans í að verða átta mánuði og eru vísindamenn við það að gefa upp alla von um að hann hafi lifað gríðarlegan rykstorm af. 1. febrúar 2019 10:22
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52
Endalokum Opportunity-leiðangursins líklega lýst yfir í dag Síðustu tilraunir NASA til að ná sambandi við könnunarjeppann langlífa voru gerðar í gær. Stjórnendur NASA hafa boðað til blaðamannafundar um leiðangurinn í dag. 13. febrúar 2019 14:50