Hætta framleiðslu á heimsins stærstu farþegaþotu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2019 07:25 Flugvélin er algjör hlunkur. Getty/Robert Alexander Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að framleiðslu á Airbus A380, stærstu farþegaþotu heims, verði hætt frá og með árinu 2021. BBC greinir frá. Ákvörðunin var tekin eftir að Emirates, helsti pöntunaraðilia A380 vélanna, ákvað að minnka síðustu pöntun á vélunum úr 162 flugvélum niðu í 123 flugvélar. Emirates hefur frá því að flugvéln var kynnt til sögunnar byggt viðskiptamódel sitt á notkun hinna gríðarstóru flugvéla, en undanfarin ár hefur flugfélagið þó glímt við erfiðleika í samkeppni við keppinauta sem nota minni og hagkvæmari flugvélar. Airbus segir að minnkun pöntunar Emirates þýði að ekki borgi sig fyrir flugvélaframleiðandann að halda framleiðslunni áfram eftir að búið verði að uppfylla þær pantanir sem fyrir eru. Talið er að ákvörðun Airbus geti haft áhrif á allt fimm þúsund starfsmenn sem koma að framleiðslunni. Á móti kemur hins vegar að Airbus hyggst auka framleiðslu á A320. Þrátt fyrir að Emirates hafi minnkað pöntunina á A380 hefur félagið pantað 70 aðrar smærri flugvélar frá framleiðandanum. A380 þykir einstök enda geta farþegar setið á tveimur hæðum í flugvélinni. Fyrsta flug slíkrar flugvélar var flogið árið 2005 en Singapore Airlines var fyrsta flugfélagið til að taka slíka flugvél í notkun. Allt að 853 farþegar geta setið í flugvélinni, en algengast er að pláss sé fyrir um 500. Airbus Fréttir af flugi Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að framleiðslu á Airbus A380, stærstu farþegaþotu heims, verði hætt frá og með árinu 2021. BBC greinir frá. Ákvörðunin var tekin eftir að Emirates, helsti pöntunaraðilia A380 vélanna, ákvað að minnka síðustu pöntun á vélunum úr 162 flugvélum niðu í 123 flugvélar. Emirates hefur frá því að flugvéln var kynnt til sögunnar byggt viðskiptamódel sitt á notkun hinna gríðarstóru flugvéla, en undanfarin ár hefur flugfélagið þó glímt við erfiðleika í samkeppni við keppinauta sem nota minni og hagkvæmari flugvélar. Airbus segir að minnkun pöntunar Emirates þýði að ekki borgi sig fyrir flugvélaframleiðandann að halda framleiðslunni áfram eftir að búið verði að uppfylla þær pantanir sem fyrir eru. Talið er að ákvörðun Airbus geti haft áhrif á allt fimm þúsund starfsmenn sem koma að framleiðslunni. Á móti kemur hins vegar að Airbus hyggst auka framleiðslu á A320. Þrátt fyrir að Emirates hafi minnkað pöntunina á A380 hefur félagið pantað 70 aðrar smærri flugvélar frá framleiðandanum. A380 þykir einstök enda geta farþegar setið á tveimur hæðum í flugvélinni. Fyrsta flug slíkrar flugvélar var flogið árið 2005 en Singapore Airlines var fyrsta flugfélagið til að taka slíka flugvél í notkun. Allt að 853 farþegar geta setið í flugvélinni, en algengast er að pláss sé fyrir um 500.
Airbus Fréttir af flugi Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf