Innlent

Kyssti miðann og vann 41 milljón

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vinningshafinn sendi barnabarnið út í búð til að kaupa aukamiðann.
Vinningshafinn sendi barnabarnið út í búð til að kaupa aukamiðann. vísir/vilhelm
Vinningshafi í lottóútdrætti helgarinnar sótti vinninginn á skrifstofu Íslenskrar getspár í vikunni en sá heppni hreppti rúmlega 41 milljón króna. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningshafinn og barnabarn hans hafi tekið sig til og kysst miðann í von um „sérstaka lukku“ – með tilætluðum árangri, að því er virðist.

Í tilkynningu segir að sá heppni sé með lottómiða í áskrift en kaupi aukamiða þegar potturinn er stór, líkt og síðasta laugardag. Vinningshafinn er sagður hafa sent áðurnefnt barnabarn sitt til að kaupa aukamiðann á bensínstöð N1 við Hörgárbraut á Akureyri.

Þá hafi vinningshafinn og barnabarnið smellt hvort sínum kossinum á miðann, eins og áður segir. Ætla má að fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín gleðjist við fréttir af uppátækinu en hún vakti mikla athygli í byrjun árs fyrir að hvetja fylgjendur sína til að kyssa peninga. Samkvæmt Öldu Karen átti aðferðin að auka líkur á auðsöfnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×