Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 10:16 Ressa var umsetin eftir að henni var sleppt gegn tryggingu í dag. Vísir/EPA Maríu Ressa, blaðamanni og ritstjóra filippseysku fréttasíðunnar Rappler, var sleppt gegn tryggingu í dag eftir að hún var handtekin á skrifstofu fjölmiðilsins í gær. Yfirvöld saka hana um að hafa brotið gegn lögum um meiðyrði á netinu en gagnrýnendur segja handtökuna tilraun þeirra til að þagga niður í fréttasíðunni sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Eftir lausnina sakaði Ressa yfirvöld um að misnota vald sig og að beita lögum fyrir sig sem vopni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún var látin verja nóttinni í höfuðstöðvum rannsóknarlögreglu ríkisins í gærkvöldi. „Maður verður að lýsa yfir hneykslun og gera það strax. Fjölmiðlafrelsi snýst ekki bara um blaðamenn, ekki bara um okkur, ekki bara um mig, ekki bara um Rappler. Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur alls rétts hvers einasta Filippseyings á sannleikanum,“ sagði Ressa. Brotið sem Ressa er sökuð um að hafa framið varðar frétt um tengsl athafnamanns við morð, mansal og fíkniefnasmygl sem birtist árið 2012. Lögmaður athafnamannsins heldur því fram að fréttin hafi verið röng og ærumeiðandi. Duterte forseti hefur ítrekað vegið að Rappler. Hann hefur sakað fréttasíðuna um að vera í raun í eigu Bandaríkjamanna og vera þannig mögulega handbendi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þá hefur hann kallað Rappler „gervifréttamiðil“ og neitað fréttamönnum þaðan um blaðamannapassa á viðburði hans. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Duterte um að nota lög í landinu til þess að „ógna blaðamönnum vægðarlaust og áreita þá“. Filippseyjar Fjölmiðlar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Maríu Ressa, blaðamanni og ritstjóra filippseysku fréttasíðunnar Rappler, var sleppt gegn tryggingu í dag eftir að hún var handtekin á skrifstofu fjölmiðilsins í gær. Yfirvöld saka hana um að hafa brotið gegn lögum um meiðyrði á netinu en gagnrýnendur segja handtökuna tilraun þeirra til að þagga niður í fréttasíðunni sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Eftir lausnina sakaði Ressa yfirvöld um að misnota vald sig og að beita lögum fyrir sig sem vopni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún var látin verja nóttinni í höfuðstöðvum rannsóknarlögreglu ríkisins í gærkvöldi. „Maður verður að lýsa yfir hneykslun og gera það strax. Fjölmiðlafrelsi snýst ekki bara um blaðamenn, ekki bara um okkur, ekki bara um mig, ekki bara um Rappler. Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur alls rétts hvers einasta Filippseyings á sannleikanum,“ sagði Ressa. Brotið sem Ressa er sökuð um að hafa framið varðar frétt um tengsl athafnamanns við morð, mansal og fíkniefnasmygl sem birtist árið 2012. Lögmaður athafnamannsins heldur því fram að fréttin hafi verið röng og ærumeiðandi. Duterte forseti hefur ítrekað vegið að Rappler. Hann hefur sakað fréttasíðuna um að vera í raun í eigu Bandaríkjamanna og vera þannig mögulega handbendi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þá hefur hann kallað Rappler „gervifréttamiðil“ og neitað fréttamönnum þaðan um blaðamannapassa á viðburði hans. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Duterte um að nota lög í landinu til þess að „ógna blaðamönnum vægðarlaust og áreita þá“.
Filippseyjar Fjölmiðlar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira