Ummæli Ramos rannsökuð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 06:00 Ramos hefur fengið ófá spjöldin í gegnum tíðina. Sótti hann þetta viljandi? vísir/getty UEFA hóf í gær rannsókn á ummælum Sergio Ramos eftir leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Ramos braut á Kasper Dolberg á 89. mínútu leiksins í stöðunni 2-1 fyrir Real. Hann náði sér þar í gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik. Vefsíðan FourFourTwo segir Ramos hafa viðurkennt að hafa viljandi náð sér í gult spjald eftir leikinn. Real er í vænlegri stöðu, með forystu í einvíginu og tvö útivallarmörk, og það er hagstæðara fyrir liðið að hafa Ramos ferskann og ekki í hættu á banni í 8-liða úrslitunum. „Miðað við hver úrslitin voru þá væri ég að ljúga ef ég segðist ekki hafa gert þetta viljandi,“ er haft eftir Ramos. „Þar er ég ekki að sýna andstæðingnum neina óvirðingu, né held ég að einvígið sé búið, en það þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir í fótbolta.“ Í gær skrifaði Ramos hins vegar á Twitter að „það særir mig að fólk haldi þetta, ég náði mér ekki viljandi í spjald.“Quiero dejar claro que me duele más que a nadie, que no he forzado la tarjeta, como tampoco lo hice contra la Roma en mi anterior partido de @ChampionsLeague, y que apoyaré desde la grada como un hincha más con la ilusión de poder estar en cuartos.#HalaMadridhttps://t.co/zL0Heok5Vp — Sergio Ramos (@SergioRamos) February 13, 2019 Eftir ummæli Ramos hefur UEFA ákveðið að hefja rannsókn á þessum ummælum og hvort Ramos hafi verið viljandi að brjóta af sér til þess að fá spjald. Bara á síðasta tímabili kom upp svipað mál þegar liðsfélagi Ramos hjá Real, Dani Carvajal, fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa viljandi náð sér í gult spjald undir lokin á 6-0 sigri á Apoel. Þá hefur Ramos áður verið sagður hafa náð sér í spjöld viljandi til þess að komast hjá leikbönnum á seinni stigum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
UEFA hóf í gær rannsókn á ummælum Sergio Ramos eftir leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Ramos braut á Kasper Dolberg á 89. mínútu leiksins í stöðunni 2-1 fyrir Real. Hann náði sér þar í gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik. Vefsíðan FourFourTwo segir Ramos hafa viðurkennt að hafa viljandi náð sér í gult spjald eftir leikinn. Real er í vænlegri stöðu, með forystu í einvíginu og tvö útivallarmörk, og það er hagstæðara fyrir liðið að hafa Ramos ferskann og ekki í hættu á banni í 8-liða úrslitunum. „Miðað við hver úrslitin voru þá væri ég að ljúga ef ég segðist ekki hafa gert þetta viljandi,“ er haft eftir Ramos. „Þar er ég ekki að sýna andstæðingnum neina óvirðingu, né held ég að einvígið sé búið, en það þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir í fótbolta.“ Í gær skrifaði Ramos hins vegar á Twitter að „það særir mig að fólk haldi þetta, ég náði mér ekki viljandi í spjald.“Quiero dejar claro que me duele más que a nadie, que no he forzado la tarjeta, como tampoco lo hice contra la Roma en mi anterior partido de @ChampionsLeague, y que apoyaré desde la grada como un hincha más con la ilusión de poder estar en cuartos.#HalaMadridhttps://t.co/zL0Heok5Vp — Sergio Ramos (@SergioRamos) February 13, 2019 Eftir ummæli Ramos hefur UEFA ákveðið að hefja rannsókn á þessum ummælum og hvort Ramos hafi verið viljandi að brjóta af sér til þess að fá spjald. Bara á síðasta tímabili kom upp svipað mál þegar liðsfélagi Ramos hjá Real, Dani Carvajal, fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa viljandi náð sér í gult spjald undir lokin á 6-0 sigri á Apoel. Þá hefur Ramos áður verið sagður hafa náð sér í spjöld viljandi til þess að komast hjá leikbönnum á seinni stigum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira