Stjórnvöld á Indlandi saka pakistönsk stjórnvöld um að hafa brugðist í að taka á herskáum hópi íslamista sem lýsti ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem banaði 46 hermönnum í Kasmírhéraði í gær. Hóta Indverjar að einangra Pakistana algerlega á alþjóðavettvangi vegna hennar.
Arun Jaitley, alríkisráðherra Indlands, segir stjórnvöld muni neyta „allra diplómatískra leiða“ til að slíta tengsl Pakistans við alþjóðasamfélagið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árásin í gær var sú mannskæðasta í héraðinu sem Indverjar og Pakistanar deila um í áratugi.
Indverjar saka Pakistani um að hafa veitt Jaish-e-Mohammad, öfgahópnum sem stóð að árásinni, skálkaskjól. Því hafna pakistönsk stjórnvöld alfarið. Engu að síður vilja Indverjar að hópurinn verði beittur alþjóðlegum refsiaðgerðum og að leiðtogi þeirra verði settur á lista öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yfir hryðjuverkamenn.
Árásarmaðurinn ók bíl fullum af sprengiefni inn í bílalest 78 bifreiða sem flutti indverska hermenn frá Srinagar, höfuðborg Kasmír.
Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar

Tengdar fréttir

Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír
Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.