Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2019 15:09 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Rakel Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sex ummæli Tryggva Viðarssonar, í tengslum við Hlíðamálið svokallaða, dauð og ómerk. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða mönnunum tveimur, sem stefndu honum, 350 þúsund krónum hvorum um sig ásamt því að greiða þeim óskipt 800 þúsund krónur í málskostnað. Hlíðamálið varðar fréttaflutning af máli þar sem tveir menn voru sakaðir um nauðgun í heimahúsi í Hlíðunum í Reykjavík í nóvember árið 2015. Tryggvi birti fjögur af ummælunum á Facebook 9. nóvember árið 2015:Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum.Þessi viðrini voru ekki nafngreind eða myndbirt í blöðunum eins og aðrir með réttarstöðu grunaðra og ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi á meðan á rannsókn stendur samt stafar samfélaginu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér.Endilega deilið svo stelpur geti varað sig á þessum stórhættulegu einstaklingum.Ef þið sjáið þessa fávita endilega hifive a þá í smettið ... Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauðgaraofbeldisferil. Einnig voru ummæli eftir hann í frétt Pressunnar sama daga dæmd dauð og ómerk en þau voru: ... Ef það tekst að hindra þó það væri ekki nema eina nauðgun í viðbót af hálfu þessara manna þá er markmiðinu náð. Þá lét hann einnig ummæli falla í athugasemd við Facebook-færslu sama daga sem voru eftirfarandi og dæmd dauð og ómerk:Magnús ég hef sögur frá fyrstu hendi frá fleiri en þessum stelpum sem þeir náðu að nauðga og misþyrma og á meðan þeir ganga lausir eru þeir hættulegir. Tryggvi hafði meðal annars deilt myndum af mönnunum tveimur á Facebook ásamt fullum nöfnum þeirra. Hann krafðist sýknu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og reisti kröfu sína á grundvallarreglunni um tjáningarfrelsi sem sé lögvarin í stjórnarskránni og mannréttindarsáttmála Evrópu. Taldi hann til vara að fullyrðingar um sekt mannanna hafi átt uppruna sinn hjá öðrum en honum sjálfum og hann hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá. Í júlí í fyrra staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem 365 miðlar ehf. og fjórir fréttamenn voru dæmdir til að greiða mönnunum tveimur skaðabætur vegna umfjöllunarinnar og ummæli dæmd dauð og ómerk. Dómsmál Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sex ummæli Tryggva Viðarssonar, í tengslum við Hlíðamálið svokallaða, dauð og ómerk. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða mönnunum tveimur, sem stefndu honum, 350 þúsund krónum hvorum um sig ásamt því að greiða þeim óskipt 800 þúsund krónur í málskostnað. Hlíðamálið varðar fréttaflutning af máli þar sem tveir menn voru sakaðir um nauðgun í heimahúsi í Hlíðunum í Reykjavík í nóvember árið 2015. Tryggvi birti fjögur af ummælunum á Facebook 9. nóvember árið 2015:Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum.Þessi viðrini voru ekki nafngreind eða myndbirt í blöðunum eins og aðrir með réttarstöðu grunaðra og ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi á meðan á rannsókn stendur samt stafar samfélaginu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér.Endilega deilið svo stelpur geti varað sig á þessum stórhættulegu einstaklingum.Ef þið sjáið þessa fávita endilega hifive a þá í smettið ... Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauðgaraofbeldisferil. Einnig voru ummæli eftir hann í frétt Pressunnar sama daga dæmd dauð og ómerk en þau voru: ... Ef það tekst að hindra þó það væri ekki nema eina nauðgun í viðbót af hálfu þessara manna þá er markmiðinu náð. Þá lét hann einnig ummæli falla í athugasemd við Facebook-færslu sama daga sem voru eftirfarandi og dæmd dauð og ómerk:Magnús ég hef sögur frá fyrstu hendi frá fleiri en þessum stelpum sem þeir náðu að nauðga og misþyrma og á meðan þeir ganga lausir eru þeir hættulegir. Tryggvi hafði meðal annars deilt myndum af mönnunum tveimur á Facebook ásamt fullum nöfnum þeirra. Hann krafðist sýknu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og reisti kröfu sína á grundvallarreglunni um tjáningarfrelsi sem sé lögvarin í stjórnarskránni og mannréttindarsáttmála Evrópu. Taldi hann til vara að fullyrðingar um sekt mannanna hafi átt uppruna sinn hjá öðrum en honum sjálfum og hann hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá. Í júlí í fyrra staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem 365 miðlar ehf. og fjórir fréttamenn voru dæmdir til að greiða mönnunum tveimur skaðabætur vegna umfjöllunarinnar og ummæli dæmd dauð og ómerk.
Dómsmál Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira