Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2019 12:30 Reiknað er með að styttan yrði á Torfunefsbryggu á Akureyri. Vísir/Tryggvi Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar. Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar.
Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira