Bjarni Ólafur: Mjög líklegt að ég sé hættur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. febrúar 2019 12:22 Bjarni Ólafur segir líklegt að hann sé hættur í fótbolta. Vísri/arnþór Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn