Bjarni Ólafur: Mjög líklegt að ég sé hættur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. febrúar 2019 12:22 Bjarni Ólafur segir líklegt að hann sé hættur í fótbolta. Vísri/arnþór Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sport Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sport Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira