800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2019 20:30 Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands. Grafík/Gvendur Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. Norðurstrandarleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Verkefnið gengur út á það að koma því þannig fyrir að ferðamenn geti auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu. Verkefnið fékk nýlega fimm milljón króna styrk úr Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra „Þetta er í rauninni bara gott markaðsstæki. Ferðamannavegir eru orðnir vinsælir erlendis og við erum svolítið að stökkva á þann vagn. Þetta nýtist okkur til að auka dreifingu ferðamanna um Norðurland. Við erum að fá menn til að fara á svæði sem hafa verið minna sótt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sem heldur utan um verkefnið.Laðar ferðamenn frá draumamarkaðinum aftur til Íslands Arnheiður segist finna fyrir miklum áhuga ferðamanna á Norðurlandi um þessar mundir, ekki síst frá ferðamönnum sem þegar hafi komið til Íslands en vilji prófa eitthvað nýtt. Áhuginn á Norðurstrandarleiðinni sé mikill.„Sérstaklega frá þeim mörkuðum sem við höfum verið svolítið að tapa niður, sérstaklega Þýskalandsmarkaði sem hefur verið okkar draumamarkaður. Það eru ferðamenn sem dvelja lengi og ferðast mikið um svæðið. Þeir eru að sýna þessu verkefni mikinn áhuga þannig að við hlökkum til að sjá þann markað fara að koma aftur,“ segir Arnheiður.Hvenær má búast við að ferðamenn geti farið að tölta eftir þessari leið?„Við ætlum að opna 8. júní þannig að það er stutt í þetta. Það er gaman að þú segir tölta því að þetta er einmitt ekki Norðurstrandavegur vegna þess að við viljum að ferðamenn fari um og stoppi, fari út úr bílnum. Þeir geta þá byrjað í sumar og fundið sér staði sem er extra gott að sjá miðnætursólina, finna sér gönguleiðir og þar sem aðstaða er til staðar. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. Norðurstrandarleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Verkefnið gengur út á það að koma því þannig fyrir að ferðamenn geti auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu. Verkefnið fékk nýlega fimm milljón króna styrk úr Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra „Þetta er í rauninni bara gott markaðsstæki. Ferðamannavegir eru orðnir vinsælir erlendis og við erum svolítið að stökkva á þann vagn. Þetta nýtist okkur til að auka dreifingu ferðamanna um Norðurland. Við erum að fá menn til að fara á svæði sem hafa verið minna sótt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sem heldur utan um verkefnið.Laðar ferðamenn frá draumamarkaðinum aftur til Íslands Arnheiður segist finna fyrir miklum áhuga ferðamanna á Norðurlandi um þessar mundir, ekki síst frá ferðamönnum sem þegar hafi komið til Íslands en vilji prófa eitthvað nýtt. Áhuginn á Norðurstrandarleiðinni sé mikill.„Sérstaklega frá þeim mörkuðum sem við höfum verið svolítið að tapa niður, sérstaklega Þýskalandsmarkaði sem hefur verið okkar draumamarkaður. Það eru ferðamenn sem dvelja lengi og ferðast mikið um svæðið. Þeir eru að sýna þessu verkefni mikinn áhuga þannig að við hlökkum til að sjá þann markað fara að koma aftur,“ segir Arnheiður.Hvenær má búast við að ferðamenn geti farið að tölta eftir þessari leið?„Við ætlum að opna 8. júní þannig að það er stutt í þetta. Það er gaman að þú segir tölta því að þetta er einmitt ekki Norðurstrandavegur vegna þess að við viljum að ferðamenn fari um og stoppi, fari út úr bílnum. Þeir geta þá byrjað í sumar og fundið sér staði sem er extra gott að sjá miðnætursólina, finna sér gönguleiðir og þar sem aðstaða er til staðar.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00