Hátt í þrjátíu börn á biðlista eftir heimameðferð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:06 Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. Stöð 2 Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi. Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi.
Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira