Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 17:07 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. Formaður VR gaf stjórnendum Kviku fjögurra daga frest til að draga hækkanir til baka ella myndi VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans.VR birti opið bréf til stjórnenda Kviku banka á heimasíðu sinni í dag og sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að á sama tíma hafi erindið borist á sitt borð. Því hafi hann svarað um leið. Ekkert svar hafi enn sem komið er borist frá Ragnari Þór. „Staðan er auðvitað bara sú að Samkeppniseftirlitið er ekki búið að heimila kaup okkar á Gamma,“ segir Ármann í samtali við Vísi. „Við eigum ekkert í Gamma.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelmÁrmann segir ekki hægt að gefa sér samþykki Samkeppniseftirlitsins þótt auðvitað vonist hann eftir því. Fleiri vikur eða mánuðir geti liðið áður en niðurstaða berist. „Á meðan kaupin hafa ekki gengið í gegn þá er okkur algjörlega óheimilt að reyna að hafa nokkurs konar áhrif á rekstur. Það væri brot á Samkeppnislögum og jafnvel hlutabréfalögum.“ Hann telur því erindi Ragnars á misskilningi byggt.Greint var frá kaupum Kviku á Gamma í nóvember. Kaupverðið nam 2,4 milljörðum króna en háð samþykki eftirlitsaðila. Hluthafar í Kviku hafa þegar samþykkt kaupin. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05 Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. Formaður VR gaf stjórnendum Kviku fjögurra daga frest til að draga hækkanir til baka ella myndi VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans.VR birti opið bréf til stjórnenda Kviku banka á heimasíðu sinni í dag og sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að á sama tíma hafi erindið borist á sitt borð. Því hafi hann svarað um leið. Ekkert svar hafi enn sem komið er borist frá Ragnari Þór. „Staðan er auðvitað bara sú að Samkeppniseftirlitið er ekki búið að heimila kaup okkar á Gamma,“ segir Ármann í samtali við Vísi. „Við eigum ekkert í Gamma.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelmÁrmann segir ekki hægt að gefa sér samþykki Samkeppniseftirlitsins þótt auðvitað vonist hann eftir því. Fleiri vikur eða mánuðir geti liðið áður en niðurstaða berist. „Á meðan kaupin hafa ekki gengið í gegn þá er okkur algjörlega óheimilt að reyna að hafa nokkurs konar áhrif á rekstur. Það væri brot á Samkeppnislögum og jafnvel hlutabréfalögum.“ Hann telur því erindi Ragnars á misskilningi byggt.Greint var frá kaupum Kviku á Gamma í nóvember. Kaupverðið nam 2,4 milljörðum króna en háð samþykki eftirlitsaðila. Hluthafar í Kviku hafa þegar samþykkt kaupin.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05 Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00