Klopp mætir Bayern enn og aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2019 10:30 Klopp á bekknum á heimavelli Bayern. vísir/getty Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira