Eigendur Toyota á Íslandi kaupa þrotabú Bílanausts Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. febrúar 2019 15:13 Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, á helmingshlut í Motormax ásamt eiginkonu sinni. Fréttablaðið/GVA Eigendur Toyota á Íslandi hafa í gegnum fyrirtækið Motormax fest kaup á þrotabúi Bílanausts ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota en þar segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins séð lokið og gengið hefur verið frá ráðningu starfsfólks. Nýir eigendur vilji tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Motormax er að fullu í eigu UK fjárfestinga ehf, móðurfélags Toyota á Íslandi. UK fjárfestingar ehf er í eigu fjögurra aðila sem hvert um sig á 25 prósenta hlut. Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir, í gegnum hlutafélagið JÚ ehf, og Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Þorbergsson í gegnum ÞK fjárfestingar ehf. Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi en þeir Kristján keyptu meirihluta í bílafyrirtækinu árið 2011.Ein af verslunum Bílanaust. Vísir/VilhelmÁformað er að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt er að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar.Á heimasíðu Motormax segir að fyrirtækið sé innflutnings- og söluaðili fyrir kerrur, dráttarbeisli og varahluti. Það bjóði upp á breitt úrval varahluta í flesta bíla, sem og aukahluti s.s. húdd- og gluggavindhlífar. Auk þess sé fyrirtækið innflutnings- og söluaðili fyrir Westfalia dráttarbeisli og Brenderup kerrur. Bílanaust var stofnað árið 1962. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og nam uppsafnað tap áranna 2012 til 2017 300 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Fór svo að starfsmönnum var tilkynnt um yfirvofandi lokun og gjaldþrot Bílanausts þann 9. janúar. Félagið Efstastund hélt utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Eigendur Toyota á Íslandi hafa í gegnum fyrirtækið Motormax fest kaup á þrotabúi Bílanausts ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota en þar segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins séð lokið og gengið hefur verið frá ráðningu starfsfólks. Nýir eigendur vilji tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Motormax er að fullu í eigu UK fjárfestinga ehf, móðurfélags Toyota á Íslandi. UK fjárfestingar ehf er í eigu fjögurra aðila sem hvert um sig á 25 prósenta hlut. Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir, í gegnum hlutafélagið JÚ ehf, og Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Þorbergsson í gegnum ÞK fjárfestingar ehf. Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi en þeir Kristján keyptu meirihluta í bílafyrirtækinu árið 2011.Ein af verslunum Bílanaust. Vísir/VilhelmÁformað er að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt er að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar.Á heimasíðu Motormax segir að fyrirtækið sé innflutnings- og söluaðili fyrir kerrur, dráttarbeisli og varahluti. Það bjóði upp á breitt úrval varahluta í flesta bíla, sem og aukahluti s.s. húdd- og gluggavindhlífar. Auk þess sé fyrirtækið innflutnings- og söluaðili fyrir Westfalia dráttarbeisli og Brenderup kerrur. Bílanaust var stofnað árið 1962. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og nam uppsafnað tap áranna 2012 til 2017 300 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Fór svo að starfsmönnum var tilkynnt um yfirvofandi lokun og gjaldþrot Bílanausts þann 9. janúar. Félagið Efstastund hélt utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013.
Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00
Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06