Katar Asíumeistari í fótbolta í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 15:54 Almoez Ali fagnar hér níunda markinu í keppninni. Getty/Zhizhao Wu Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019 Fótbolti Katar Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019
Fótbolti Katar Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira