Rúnar: Sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi Svava Kristín Grétarsdóttir úr Origo-höllinni skrifar 2. febrúar 2019 22:05 Rúnar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára „Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
„Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30