Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2019 13:08 Blint var og keyrði önnur rútan í flóðið en það náðist að kippa rútunni úr skaflinum og komu þá moksturstæki og ruddu veginn. Helga Snævarr segir þetta lífsreynslu sem gleymist seint. Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna. Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna.
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38