Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 13:45 Ísbreiða Himalajafjallanna er mikilvæg fyrir tvo milljarða íbúa á HKH-svæðinu. vísir/getty Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. Bráðnunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir tvo milljarða manna sem búa á HKH-svæðinu en það teygir sig frá Afganistan til Mjanmar. Er svæðið oft nefnt „þriðji póllinn“ þar sem þar er mesta magns íss á jörðinni fyrir utan Norður- og Suðurpólinn.Sjokkerandi niðurstöður að mati vísindamanna Í umfjöllun Guardian um skýrslu vísindamannanna segir að þrátt fyrir að hnattrænni hlýnun verði haldið innan 1,5 gráðu markanna og dregið verði mikið úr losun kolefnis þá mun þriðjungur ísbreiðunnar samt bráðna. Ísbreiðan geymir vatnsbirgðir fyrir 250 milljónir manna sem búa á HKH-svæðinu auk þess sem 1,5 milljarður reiðir á gríðarstór fljót í Indlandi, Pakistan, Kína og víðar sem renna undan breiðunni. Philippus Wester stýrði rannsókninni og segir niðurstöður hennar sjokkerandi. „Þetta eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem við höfum ekki heyrt um. Í besta falli, ef við gerumst mjög metnaðarfull í að sporna gegn loftslagsbreytingum, þá mun einn þriðji jöklanna samt bráðna og við verðum í vandræðum. Það voru sjokkerandi niðurstöður að okkar mati,“ segir Wester.Mikil áhrif á bændur á svæðinu Síðan á áttunda áratug síðustu aldar hafa fimmtán prósent jökla á HKH-svæðinu bráðnað en þar sem svæðið er gríðarstórt eru áhrif hnattrænnar hlýnunar á ísinn mismikil. Sums staðar haldast jöklarnir jafnstórir og sumir hafa jafnvel stækkað en jafnvel þeir jöklar munu bráðna í framtíðinni að sögn Wester. Bráðnun íssins mun valda því að vatnsyfirborð í ám mun hækka á milli 2050 og 2060 en svo mun rennslið í ánum minnka. Minna rennsli mun hafa mikil áhrif á rafmagnsframleiðslu á svæðinu sem og á bændur sem reiða sig á vatnsrennslið í búskap sínum. Afganistan Indland Loftslagsmál Mjanmar Nepal Umhverfismál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. Bráðnunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir tvo milljarða manna sem búa á HKH-svæðinu en það teygir sig frá Afganistan til Mjanmar. Er svæðið oft nefnt „þriðji póllinn“ þar sem þar er mesta magns íss á jörðinni fyrir utan Norður- og Suðurpólinn.Sjokkerandi niðurstöður að mati vísindamanna Í umfjöllun Guardian um skýrslu vísindamannanna segir að þrátt fyrir að hnattrænni hlýnun verði haldið innan 1,5 gráðu markanna og dregið verði mikið úr losun kolefnis þá mun þriðjungur ísbreiðunnar samt bráðna. Ísbreiðan geymir vatnsbirgðir fyrir 250 milljónir manna sem búa á HKH-svæðinu auk þess sem 1,5 milljarður reiðir á gríðarstór fljót í Indlandi, Pakistan, Kína og víðar sem renna undan breiðunni. Philippus Wester stýrði rannsókninni og segir niðurstöður hennar sjokkerandi. „Þetta eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem við höfum ekki heyrt um. Í besta falli, ef við gerumst mjög metnaðarfull í að sporna gegn loftslagsbreytingum, þá mun einn þriðji jöklanna samt bráðna og við verðum í vandræðum. Það voru sjokkerandi niðurstöður að okkar mati,“ segir Wester.Mikil áhrif á bændur á svæðinu Síðan á áttunda áratug síðustu aldar hafa fimmtán prósent jökla á HKH-svæðinu bráðnað en þar sem svæðið er gríðarstórt eru áhrif hnattrænnar hlýnunar á ísinn mismikil. Sums staðar haldast jöklarnir jafnstórir og sumir hafa jafnvel stækkað en jafnvel þeir jöklar munu bráðna í framtíðinni að sögn Wester. Bráðnun íssins mun valda því að vatnsyfirborð í ám mun hækka á milli 2050 og 2060 en svo mun rennslið í ánum minnka. Minna rennsli mun hafa mikil áhrif á rafmagnsframleiðslu á svæðinu sem og á bændur sem reiða sig á vatnsrennslið í búskap sínum.
Afganistan Indland Loftslagsmál Mjanmar Nepal Umhverfismál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45